Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 124
háttnr menn og enda að kynnast sumum þeirra. Greif-
inn var við mig hinn ljúfasti og viðfeldnasti og vildi
enda fá mig með sér til íslands til að kenna sonum sín-
um, er hann ætlaði að hafa með sér, — sem reyndar ekki
varð. Þótti mér ekki ráðlegt að taka þeim kosti, því
þótt framtíðar horfur mínar í rentukammerinu væru ekki
sem beztar, þá var hinsvegar staða sú, er hér stóð tiL
boða, næsta óviss, og alt undir því komið, að greifinn
hefði bæði viljað efna orð sín og getað það. Mikil kynni
hafði ég einnig af jústitsráði og jústitiarius í landsyfirrétt-
inum Magnúsi Stephensen, því hann dvaldi og í Kaup-
mannahöfn þenna vetur um leið og Trampe. Samdi ég
þá fyrir M. Stephensen skýrslu þá um inn- og útfluttar
vörur, sem prentuð er í »Eptirmælum» 18. aldar«. Máttum
við báðir játa, að skýrsla þessi er næsta ófullkomin,
sökum þess að mikið vantaði í tollskrár þær, er hann
fékk hjá tollstjórninni. Þessa hefir hann og getið að
nokkru í athugasemdum við skýrslurnar, én þakkað mér
sanjt í formálanum, án þess að nefna mig með nafni, fyr-
ir starf mitt við skýrslurnar. Brátt varð ég þess áskynja,
að mikið skildi á milli þessara tveggja manna, þar sem
Magnús mintist aldrei svo á Trampe að hann ekki taiaði
ílla um hann eða færði að honurn, en Trampe þar á
móti heyrði ég aldrei tala illa um Magnús. Að öllu sam-
anlögðu bar greifinn góðan hug til Islands og fjærri fór
því að hann vildi rýra virðingu þess í augum útlendra.
Hann var réttsýnn maður, hafði gáfur í meðallagi og var
allgóður starfsmaður. Alls engan þátt átti ég í hinni
hörðu og ósæmandi ritdeilu, sem á þessu ári (i8ob) stóð
á milli Magnúsar Stephensens og leyndarskjalavarðar Thor-
kelins (í blaðinu *Kjöbenhavns Skilderie«) út afLandsupp-
fræðingar félaginu; ekki heldur i ritdeilunni milli Thor-
kelins og cand. theol. Arna Helgasonar, vinar míns, (I