Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 18
18
til Wales, og sumpart aflaga gömlu sögurnar, sumpart
útrýma þeim. Frakkar gera sögurnar miklu holdlegri og
veraldlegri en þær höfðu verið. Svo kemur Malory og
safnar sögunum bæði úr enskum (keltneskum) og frönsk-
um ritum, og bók hans gefur svo Caxton út árið 1485.
— Sagnirnar voru þá komnar út um alla Norðurálfuna;
um 1200 yrkir Gunnlaugur munkur út af þessum sögn-
um (Merlinusspá) og á 14. og 15. öld eru Norðmenn og
íslendingar að fást við þær í óða önn (Trístrams saga o. fl.).
Og síðan haía margir fengizt við að yrkja út úr þeim,
en ekkert stórskáld fyr en Tennyson.
Aðalefnið i sögunni eins og Tennyson segir frá
henni er þetta.
Á Bretlandi er hver höndin uppi á móti annari.
Heiðingjar ræna landið og róstur innlendra höfðingja
eyða þvi, sem heiðingjarnir hlifa. Ofan á allt þetta
bætist, að konungur landsins, Uþer, deyr og þareð menn
vita eigi til, að hann eigi son á lííi, verður deila unt
rikiserfðir. Kemur þá vitringurinn Merlín fram með
sveininn Arþúr, er hann segir rjettan son konungs, og
með tilstyrk yfirnáttúrlegra vætta kemur hann honum
til rikis, þótt efi leiki á um faðernið; fara um það marg-
ar dularfullar sögur hvernig Arþúr sje í heiminn kominn.
— Um þetta er fyrsta kviðan »Koma Arþúrs< og segir
hún lika frá fyrstu afreksverkum hans, hvernig hann
leggur allt landið undir sig, friðar það fyrir árásum heið-
ingjanna og bælir niður róstur innanlands. Hann stofnar
nú hina frægu riddarareglu sina, sem kend er við Kring-
lótta Borðið i höll hans i Camelot. Hann kvænist nú
Guinevere, dóttur Leodegrans konungs, sem hann hefur
frelsað úr hættu. Er konungur lengi tregur á að gefa
honum dóttur sína, þareð hann er í vafa um ætterni hans,
en hann heyrir svo margar undrasögur um það hvernig
Arþúr sje kominn og að konungi orðinn, og sjer sva