Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 92
92
skógmál? Ég hef verið að berjast við. þessa spurning í
nærfelt 4 ár þangað til ég nú með féstyrk frá einstökum
mönnum í Danmörk hef séð mér fært að ferðast um hér
á landi. Ég fór ferð þessa fyrst sjóveg héðan úr Reykja-
vík vestur og norður um land til Seyðisfjarðar, þaðan ríð-
andi um Hallormsstað til Fnjóskadals og Akureyrar; það-
an svo um sveitir yfir Þingvöll og hingað. Ég hef á ferð
minni safnað mörgum athugunum og tekið myndir af
mörgu, en hef ekki enn þá fengið tima til að bræða þetta
alt saman; þess vegna get ég hér ekki sett neitt fram nema
eins og til bráðabyrgða og verð að geyma til seinni tím-
ans að komast að fullri niðurstöðu um ýmisleg atriði
sem heyra undir þetta mál.
Áður en ég byrjaði ferð mina var það skoðun min,
að Island þarfnaðist skóga til eldiviðar, svo að ekki þyrfti
lengur að brenna sauðataði. Og enn er ætlun min sú, að
þannig megi skógræktin mikið gagn gera, en ég hef komizt að
fuilri þekkingu um það, að Islendingar alment kveðja ekki
svo mikiliar þurftar í þessu efni; menn haía meira en
nóg af áburði. A Sauðárkrók neyðast menn enda tii
að aka kúamykjunni ofan í fjörumálið, af því að mönnum er
engin þörf á henni. F.n einnig upp til sveita hafa menn
áburð afgangs; ef það var ekki á hverjum bæ á þessari
150 mílna leið, sem ég fór landveg á íslar.di, þá var það
samt á mörgum; ég hef oft séð margra ára áburð í stór-
haugum fyrir utan bæina; enda sumstaðar hefir áburðar-
safnið auðsjáanlega orðið til þess að hækka bæjarstæðið.
Enn fremur héit ég áður, að trén gætu bæði verið til
gagns og gleði, ef þau væru gróðursett kringum húsin
hér á landi; garðyrkjan ætti að þrifast í skjóli þeirra. Og
þetta sama er álit mitt enn, og hygg ég að um það
muni margir af landsbúum vera mér samdóma. En hins
vegar hefir mér fundizt einhvernveginn svo, sem þekking-
in á trjánum, skilningurinn á því, hvernig trén lifa, sé