Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 150
150
hinir efnuðu af því þeir hafa ekki i sér nenningu eða
stöðugleik.
Seinna um veturinn var aftur haldinn fundur í ís-
lenzku verzlunarnefndinni og lagði ég þar fram hina fyr
áminstu skýrslu mína um fátækramálefnin og lauslegt
frumvarp til tilskipunar um þau. En hvað það snerti, að
Færeyja-verzlunin yrði gefin laus, þá lagðist Jensen á
móti því af alefli, með því lika að hann var einn í stjórn
Færeyja-verzlunarinnar, enda var hann og á móti öllu
því, er hann hélt að gæti orðið íslenzku kaupmönnunum
í óhag; dró hann þeirra taum svo bersýnilega og ósæmi-
lega, að hann lét suma af þeim fá til yfirlestrar tillögu
nefndarinnar til tilsk. 1816. Yfirhöfuð gekk alt enn
sem fyrri seint og ruglingslega með íslenzku málin, og
varð ég að þola ein og önnur ónot af Jensen gamla.
Þegar málin vóru borin upp, var reyndnr nærri ætíð úr-
skurðað eins og ég óskaði eftir, en þegar til kom að af-
greiða málin, sem hinn óduglegi skrifstofustjóri fól mér
á hendur og ekki öðrum, þá vildi fensen breyta í bréf-
unum eða aflaga, því þótt hann væri gamalælður skrif-
stofumaður, þá hef ég ekki þekt meiri klaufa í því að
semja og orða embættisbréf; og kæmi þetta fyrir, þá
varð ég að sæta aðfinningum af Knuth. Þar sem ég nú
átti við þessi óþægindi að búa, þá ásetti ég mér að létta
mér upp og ferðast til Islands. En annað var samt, sem
enn meira knúði mig til þessarar ferðar, og það var, að
ég vildi ef mögulegt væri bjarga vini mínum Sigurði
Thorgrímsen, því hann var nú kominn í afleit vandræði.
Hann var orðinn á eftir með jarðabókarsjóðs reikninga
alt að því um 4 ár og hafði engin skil int af hendi til
ríkisbankans (nú þjóðbankans) fyrir stórri upphæð, ef mig
minnir rétt, 100,000 rd. ríkisbankaseðla, sem 1815 vóru
sendir til íslands til að innleysa kúrant-seðlana, Með
góðum orðum við Wormskjold, greifana Moltke og Knuth,