Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 127
127
með álit hans í stjórnarráðinu. Nokkuð líkt var um kon-
ferenzráð Fridsch, sern hafði á hendi hin norsku mál í
rentukammerinu. Hann var góður lagamaður og hafði
verið dómari í hæstarétti, en var eigi svo sjálfstæður sem
þurfti eftir embættisstöðu hans í rentukammerinu. Fridsch
ritaði í rentukammerinu eitthvert hið fegurst samda álitsskjal,
sem ég hel nokkurn tima lesið, í embættis frávikningar máli
Olafs stiftamtmanns Stephensens, og hafði f>að þann árangur,
aðÖlafurfékk lausn i náð og með eftirlaunum. Rakti hann
lið fvrir lið öll kæruefnin gegn Ólafi og sýndi fram á,
að eins og þau annaisvegar væru ómerkileg í sjáifu sér,
eins bæri hins vegar að fara vægðarsamlega með garnlan
embættismann, sem stjórnin alt þangað til allrasíðast
hefði borið ótakmarkað traust til. Rentukammerið hafði
annars aldrei verið Olafí mjög móthverft, þvert á móti
hlutaðist það til þess að sonur hans — svo sem í sára-
bóta skyni — var skipaður amtmaður. Undirróður Er-
ichsens vann mest á í kansellíinu.
Að því er norsku málin snerti, þá gekk eigi ætið
svo reglulega sem skyldi. Móts við dönsku málin vóru
þau eigi sjaldan látin mæta afgangi og þótti ætíð á minna
standa með þau. Þá þegar, en einkum á seinustu ófriðar-
árunum 1812 og—13 varð vart við talsverða hálf-
velgju hjá öllum þorra norskra embættismanna og mátti
af því ráða, að hin konunglegu stjórnarráð höfðu í Nor-
egi mist talsvert af áliti sínu og myndugleika. Þetta var
nú samt að nokkru leyti eðlileg afleiðing af bráðabyrgða
stjórnarnefnd þeirri í Kristjaníu, sem skipuð var í byrjun
stríðsins, og seinna var það af völdum Iandstjóra þeirra,
er skipaðir vóru, Kristjáns prins af Agústenborg, Friðriks
prins af Hessen og Kristjáns Danaprins, því öllum var
þeim veitt mjög víðtækt embættisvald og gat ekki hjá því
farið að það rýrði álit stjórnarráðanna. Að öðru leyti
varð engin breyting á stöðu minni um þessi tvö fyrgreind