Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 134
131
Um haustið (1815) kom etatsráð og jústitiarius M. Steph-
ensen til Kaupmannahafnar. Aðaltilgangurinn með ferðina
var að reyna að ná i Viðeyna, annaðtveggja i makaskiftum
móti Reykhólum eða til kaups; hafði ég, sem fyr er á
vikið, samið álitsskjal um söluna fyrir hinn setta stiftamt-
mann ísl. Einarsson og reið það baggamuninn, að M. St.
fékk Viðey til kaups, þótt fjandmaður hans Castenskjold
stiftamtmaður spyrndi móti því af alefli. Var Castenskjold
einhver sá lélegasti stiftamtmaður, sem verið hefir á íslandi,
veill af ímyndunarveiki, þekkingarlaus og óduglegur til emb-
ættisstarfa, fégjarn og hlutdrægur og heiftrækinn þegar
því var að skifta.
Magnús Stephensen bar þar að auki margt annað
fyrir brjósti, sem hann hafði dregið saman undir 10 höf-
uðatriði, er aðallega lutu að algerðu verzlunarfrelsi,
að hlynningu lausakaupmanna-verzlnnar, tollstjórn, af-
námi tukthúss, breytingu á tíundamálum o. fl. Alt
þetta var samið og sett fram sem úrlausnar efni og í spurn-
ingum og lagði hann það fyrir konung eins og »þanka«,
er komnir væru frá þáverandi amtmanni Stefáni Thórar-
ensen. Ætlun hans með þessu var sú, að það mundi til
þess leiða, að skipuð yrði stórnefnd (viðlíka og 1800 út
af skóiamálinu m. m. og 1808 viðvíkjandi því að birgja
ísland að nauðsynjum, tukthúsinu o. fl.) til að taka alt
þetta til ihugunar, og bjóst hann við þvi sem sjálfsögðu,
að hann yrði sjálfur meðlimur slíkrar nefndar. Nafni Ste-
fáns Thórarensens, hélt hann fyrir sér sem skildi meðan
hann var að koma málinu af stað, því ef illa tækist til
hann boðið. Honum þótti betur hlýða að kveðja Friðrik konung
YI áður en hann færi alfari úr landi hurt og skifti um lands-
vist, því það var siður manna. Þá er liann sagði konungi, að
hann hefði þegið boð Norðmanna, tók konungur þvi mjög ónáð-
uglega og tjáði honum, að liann gæti ekki vænt neinnar sérlegrar
náðar, ef hann nokkru sinni skyldi hverfa aftur til Danmerkur:
Þ.