Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 96
■skipunarinnnr verður að vera það, að erfiði mannsins verði
svo nytsamt sem unt er, veiti svo mikiun arð sem unt
er. Þess vegna verður að fá skóginn í lið með sér hér
i landi; hann er, eftir því sem mér kemur fyrir sjónir,
mauðsynlegt skilyrði fyrir snnnri, varanlegri framför á
verksviði hinna annara greina jarðyrkjunnar; og hann er
góður tekinn út af fyrir sig; hann skapar verðmæti, hefir
mikla vinnuþörf, og það á þeim timum, þegar önnur
yrkja bindur ekki vinnukraftinn.
Markmiðið á að vera, að hver íslenzkur bóndi, (þó
ekki sé alveg bókstaflega skilið) fái sinn skóg. I öðrum
löndum kalla menn skóginn prýði. Verði markinu náð,
þá eignast Island aftur sina mistu prýði og skógurinn
hér mun verða enn meira, hann mun verða nauðsynlegt
fat fyrir landið.
En hvernig vinna skuli í fat þetta, hvernig vefa og
sauma, um það skal ég tala í næsta skifti, ef einhver
yðar skyldi hafa þolinmæði til að hlýða á, hvernig ég
hugsa mér að ísland megi verða skógi klætt.
II.
Skógræktar iþróttin.
Heiðruðu konur og menn!
Þegar maður hefir að lifsstarfi, eins og ég hef, að
fást við jarðyrkjufræðina, þá kemur manni ósjálfrátt í
huga boðorðið, sem gefið er öllum mönnum á öllum
-tímum, eitthvert elzta boðorðið: »uppfyllið jörðina og
gjörið yður hana undirgefna*. í öðrum löndum leitast
menn við að lifa eftir þessu boðorði með því að vinna
að jörðinni, bera á hana, sá i hana og planta. Með því
að sá og planta ákveðum vér, hvað vaxa eigi á jörðinni;
með áburði og aðvinslu ákveðum vér, að svo miklu leyti
sem mannlegri hyggju er unt — hvernig plönturnar