Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 177
177
einn einasta staf i nefndinni, nema nafnið sitt og sama
var um flesta af hinum nefndarmönnunum, og víst mundi
nefndarverk þetta hreint og beint hafa orðið ómynd, ef
Örsted ekki hefði verið í nefndinni.
Dvöl min i Kaupmannahöfn veturinn 1834—33 var
mér að öllu samtöldu mjög þægileg, með því að hún veitti
mér tækifæri til að endurnýja gamla kunnleika mína og
komast í nýja, ef ég svo vildi. Þó að ég notaði aðgöngu þá,
sem embættisstaða mín veitti mér til þess að fara á fund
konungs, prins Kristjáns og nokkurra ráðgjafanna og
mér væri í hvert sinn einkar vel tekið, þá fór ég samt
ekki neinnar nýrrar þægðar á leit, því bæði var að ég
þurfti þess ekki, enda vildi ég ekki að neinn héldi það
um mig, að ég sæktist eftir hagsmunum, sem ég hefði
ekki stranglega rétt tilkall til. I stjórnarráðunum var eng-
inn sem sýndi mér eins hreiua og hluttekningarsama góð-
vild eins og þeir Örsted og Collin.
Um veturinn lét ég prenta dálítinn bækling um
fólksfjölda Islands og búnaðarhagi með viðbættum töflum
frá 1831 til 1833.x) Þessu litla riti var meiri gaumur
gefinn og alt annar en ég hafði búizt við. Cand. theol.
Benedikt Scheving tók sér f}-rir hendur að skrifa móti
þvi í dagblaðinu »Kjöbenhavnsposten«, en einhverónafn-
greindur höfundur, sem ég alls ekki vissi hver var, svar-
aði honum í sama blaði. Scheving veittist að mér í grein
sinni, eins og ég hefði viljað gera lítið úr þýðingu hinna ís-
lenzku fiskiveiða og lýst því yfir, að ísland í búnaðarleg-
um efnum geti ekki tekið neinum framförum. En það
var enganveginn svo; ég sagði einungis, að fiskiveiðam-
ar í samanburði við landbúnaðinn væru minni þýðingar
')B. Thorsteinson om Islands Folkemængde og oeconomiske
Tilstand siden Aarene 1801 og 1821 til Udgangen af Aaret 1833.
Kjöbenhavn 1834.
12