Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 47
47
aumkvun með hinum fátæku, ógæfusömu og hjálparlausu.
Og þetta er gert með frábærri skáldsnilli og bókin rituð
af svo miklum guðmóði og svo brennandi mannást, að
þegar maður leggur hana frá sér, veit maður varla hvort
manni er kærara, hún eða höfundurinn.
I septemberm. 1870 hvarf V. Hugo aftur heim til
Frakklands eftir 18 ára útlegð og var við staddur umsát-
ur Parísarborgar; kvnð hann það vera synd gegn rnannfé-
laginu, því París væri borg borganna. Eftir friðargerðina
var hann kosinn á þjóðþingið, en gekk af þingi fyrir gremju
sakir, er honum þótti einveldisflokknum farast illa við
Garibaldi; tók hann síðan engan þátt í pólitisku lífi svo
teljandi sé, en síyrkjandi var hann og bókmentalega starf-
andi tii æfiloka og kendi furðuiítillar afturfarar, enda iifði
hann jafnan við góða heilsu. Og þótt nýjar stefnur væru
byrjaðar í skáldskapnum, þá skerti það eigi í neinu ljóma
þann er skáldfrægðin varp yfir elli hans; öll þjóðin viður-
kendi hann sem »le grand maitre« (hinn mikla meistara)
skáldskaparins. Hann andaðist eftir stutta legu 22 maí
1885 og fór útför hans fram með hinni mestu viðhöfn,
enda meiri en Voltaires fyrrum og hefir þó verið til hennar
tekið; þjóðin fann það, að hér fylgdi hún hinu mesta
skáldi sínu til moldar.
Um skoðanaskifti sín hefir V. Hugo farið þessum orð-
um í formála fyrir einu af ritum sínum:
»Sagan dáist að Michel Ney, er fæddist beykir og
varð marskálkur Frakklands, og að Jóakim Murat, sem
fæddist hestadrengur og varð konungur. Það, að upphaf
þeirra var svo lítilsháttar, er skoðað sem enn meiri heim-
ildar krafa til virðingar og það eykur við Ijóma þeirrar
hæðar, sem þeir náðu. En af öllum vegum, sem liggja
frá myrkrinu til ijóssins, mundi það sjálfsagt torfærasti veg-
urinn, er sá verður að fara, sem af kóngs-sinna og stór-
bokka bergi er brotinn. Að hefja sig úr skúmaskoti upp>