Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 162
162
á meðal um íslenzk fátækra lög og hið nýja jarðamat.
Um verzlun Færeyinga var ákveðið, að senda konungi
bráðabirgðar álit. A fundi hins íslenzka bókmentafélags
í apríl var ég á ný kosinn forseti. Þegar leið undir
haustið, varð annað »assessorat« í yfirréttinum laust,
við f>að að Bjarni Thórarensen fékk Arnessýslu.
Launin við það embætti, 500 rd. vóru reyndar
litil, en með því að eigi vóru neinar horfur á, að ég inn-
an skamms mundi geta fengið álitlegra eða tekjumeira
embætti á Islandi, þá varð ég að láta mér það vel líka.
Norður- og austuramtið virtist ekki ætla að losna fyrst um
sinn, en um það hafði ég gert mér dálitla von. Forstjóri
íslands- og Borgundarhólms skrifstofunnar, jústitsráð Wold-
um, sem nú var orðinn farinn og ónýtur, vildi ekki sækja
um lausn á meðan hann gat haldið mér sem fullmektug-
um og ég annaðist alt sem gera þurfti, nerna endurskoð-
un reikninga. Þetta sýndi sig og skömmu síðar, því und-
ir eins og ég var búinn að íá embætti, sótti hann um
lausn og fékk hana. Umsókn mín um yfirdómaraembætt-
ið fékk hinar beztu undirtektir i kansellíinu, og gerði ef
til vill nokkuð til þess, að einn mikilsmegnandi maður í
stjórnarráðinu (Örsted), sem ekki var mikið um Magnús
Stephensen konferenzráð, en þekti mig nákvæmlega,
ímyndaði sér, að mér mundi auðið verða að bæla
niður hina ósæmilegu tvídrægni og þras, sem ríkt hafði
í yfirréttinum alt til þessa tíma. 29 sept. var ég skip-
aður annar yfirréttardómari og 17 okt. veitti kansellíið
mér aðgöngu að skjalasafni sinu til þess að safna öllum
scrstökum konungsbréfum, úrskurðum o. fl. er snertu dóms-
mál og lögreglumál á íslandi. Af þessu mundi ég hafa
getað haft mikið gagn, ef ég hefði haft betri tima, en
nú varð það alt minna, af því að ég gat ekki verið á skjala-
safninu lengur en eina stund á degi hverjum. Sökum
þess að ég gat ekki farið til íslands fyr en vorinu eftir