Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 57
57
í fríðleiks örmum, er það sem oss finnist
Að guðdóms-vera vefjist oss að hjarta.
A náttúruna horfir Eva hrifin.
Og undir háum, grœnum prjði-pálmum,
Umhverfis Evu, höfði hennar yfir,
Stóð nellíkau og dreymdi; Ijó&blár lótus
Yar hugsandi og gleym-mór-ei var minnugt.
Að fótum Evu hneigðust rauðar rósir
Með varir að eins opnaðar til hálfs.
Frá blómum sveif upp systurlegur ástblær,
Sem væri þessi vera gagnlík þeim,
Sem eitt,—já, það, sem allra-fegurst væri,
Af þessum sálargæddu, blíðu blómum,
Sig opnað hefði og ummyndazt í konu.
5.
Til þessa dags var Adam talinn æðri,
IJtvalinn svo sem sá er hafði fyrst
A helgri festing lesið ljóssins skrift.
Það var hinn hrausti, sterki, stilti maður,
Sem myrkrið, ljósið, morgunroðinn, stjörnur,
Skógdýr og vallblóm virtu og fylgdust eftir
Sem si'num eldra bróður, því hann bar
A tignar-enni guði-líkan ljónm.
Sjálf náttúran, er saman bæði leiddust,
Um Edens garð í geislaríkri birtu,
Á þeirra för með þúsuud augum horfði
í gegiium trjálim, bylgjiir, gras og björgin;
Og ástrík mændi’ hún á hið prúða par,
En þó með æðri lotning leit húu manninn
Sem meira verðan. Eva horfði á,
En Adams sjón var gaumgæfandi skoðuu.
En að eins þennan eina daginn horfðu
Oll augu guðs í gegnum hulins-tjaldið
Á vífið fagra, eti á manninn eigi;
Eins og á þessum helga heilladegi