Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 117
117 •
þetta Ieyti orðinn nokkuð fær og einnig í sögu, eftir því
sem gerist i skólum, en grísku lærði ég aldrei til neinnar
hlítar.
Eftir 5 vetra skólaveru var ég útskrifaður um vorið
1800 og fékk ágætan vitnisburð (testimonium) hjá þáver-
andi prórektor Jakobi Arnasyni, síðar prófasti í Arnes-
sýslu.
Þegar í stað vaki.aði hjá mér löngun til að fara til
háskólans, en velgerðamaður minn vicelögmaður B. Grön-
dal hafði alls ekki eíni á að styrkja mig til þess; hann
var þá nýskipaður annar assessor i hinum nýstofnaða lands-
yíirrétti og hafði til þessa engin laun haft. Ég veit ekki
heldur hvort hann þá hefði kært sig mikið um að gera
það, með því að ég alls ekki var orðinn svo vel að mér
sem skvldi eða búínn að ná nægilegum stöðugleika.
Staða mín breyttist því ekkert og var ég við vana-
lega búvinnu á sumrin, en las á veturna, einkum sögu
og ýmisleg tímarit. Stundum var ég léður Finne, þáver-
andi landfógeta í Reykjavík, til aukaskrifta og lærði ég
ekkert á því, en fékk þó dálitla æíingu í dönskum stýl.
Kyntist ég þá og komst í inniiegt vinfengi við hinn á-
gæta og duglega skrifara hans, Sigurð Thorgrimsen, er
síðar varð landfógeti. \’ildi hann strax útvega mér hús-
kennara stöðu hjá kaupmanni einum í Reykjavík, en til
allrar hamingju setti Gröndal sig á móti því, þegar ég
leitaði um það hans ráða. Það var og að hans ráðum
að ég 1801 eða I802 tók ekki boði þáverandi amtmanns
L. Erichsens, að gerast skrifari hans, en svo lá í því, að
hvorki Gröndal né allur þorri íslenzkra embættismanna
(sérstaklega Stephensens ættin) hafði ástæðu til að vera
ánægðir með hann. Erichsen var einn af forkólfunum í
því að steypa Olafi gamla stiftamtmanni, er að vísu hafði
sína bresti (einknm ágirnd og metorðagirni), en sem þó
ætið má álita, að verið hafi einn af færustu embættismönn-