Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 81
81
Þormóður galt og skuldina, og fór síðan burt úr Kaup-
mannahöfn. Eftir það er hann hafði skriptast, vildi hann
ná konungsfundi, en veitti það erfitt, og tók sjer það
mjög nærri. Loks náði hann þó fundi konungs fyrir að-
stoð einhvers manns, er honum var hlyntur. Þá er hann
kom fyrir konung, fjell hann fram fyrir honum. Kon-
ungur bað hann standa upp, og mælti: »þjer eruð svo
morðgjarn«. En Þormóður svaraði hiklaust: »Jeg hef á-
valt verið svo skapi farinn, að jeg hef heldur viljað drepa
aðra en láta aðra drepa mig«. Þá brosti konimgur, og
varð nokkru bliðlegri, og ljet hann fara á braut.
Þá er Þormóður hafði nú nrisst konungshyllina,
hafði hann eigi áræði til, að leita sjer frama. Sat hann
nú um kyrt á búgarði sínurn, Stangalandi, og ætla
menn, að á þeim tima hafi hann, ef til vill, ritað nokkur
hin minni rit sín. A þeim tíma buðu Svíar honum til
sín, til að starfa að fornsagnarritun en hann hafnaði því
boði, og vildi eigi öðrutn þjóna en Dönum, er hann átti
þeim frama sinn að þakka.
1682 fór Þormóður aptur til Kaupmannahafnar, og
náði aptur hylli konungs. Hann sótti um þá stöðu, að
verða sagnaritari Noregs, og veitti Kristján V. honum
stöðuna orðalaust (23. sept.); þá fjekk hann og prófes-
sorstign (professor extraordínaríus); að laununi fjekk hann
600 dali, Leyft var honum að taka heim með sjer hand-
rit, bæði úr konungsbókhlöðunni og úr bókasafni háskól-
ans, svo sern hann vildi og þurfti, Nú tók hann að
semja Noregssögu sina, og vann að henni af mesta
kappi.
Kristján konungur V. dó 1699. Þá tók við ríki
Friðrik konungur IV., og hafði Þormóður fulla hylli hans.
1704 var konungur á ferð í Noregi. Heimsótti hann
þá Þormóð Torfason, og gisti hjá honum, og sýndi
Þormóður konungi þá handrit sitt af Noregssögunni.