Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 103
103
höfum vér og gert byrjun til þess að vinna fyrir útbreiðslu
skóggræðslu-málefnisins, því eigi því framgengt að verða,
þá mun verða þörf á plöntum, ekki svo hundruðum skift-
ir eða þúsundum, heldur hundruðum þúsunda, og þeim
verður að uppkiekja í græðireitunum. Þess vegna er bráð-
nauðsynlegt, að aðferðirnar séu öruggar frá rótum í öll-
um einstökum atriðum, annars verður þetta áriðamikil
vagnbyrði sem auðveldlega getur oltið um.
Reynsla vor liingað til hefir, svo sem áður er á vikið,
sýnt oss og sannað, að hér á Islandi megi planta með
ótvílugum árangri. En plöntun er hér ekki einhlít; hún
tekur of langan tíma og verður ot kostnaðarsöm þegar
um stór landsvæði er að ræða. Þar verður sáningin að
koma til, og er enginn vafi á, að hún getur hepnast; uni
það bera ljósastan vottinn hinar ungu birkiplöntur sem
spretta upp í skógunum hér á landi. Nú er því reyndar
svo varið, að birkið má að réttu kallast dutlungasöm planta;
það hefir oft sýnt sig að sáning hepnastí eitt skiftið, en
mishepnast í annað, án þess að nokkur orsök til þess væri sjá-
anleg. En nýlega hefir einn danskur skógfræðingur gert
náttúrufræðislega rannsókn um eðlisháttu birkisins og þar
með sýnt fram á, að árangur sánmgarinnar er kominn
undir ýmsum hlutföliuni á sáningarstaðnum, sem þýðing-
arlaus eru fyrir aðrar trjátegundir. Við það er birkisáning
orðin miklu vissari, en að eins þó þegar nákvæm hliðsjón
er höfð af jarðveginum; þessi hlutföll verður maður að
hafa séð og lifað í samkynni við þau, ef maður á að
geta fært þau yfir á aðra staði.
Annað mál er það, hvort sauðféð ekki muni éta upp
hinar ungu birkiplöntur, þegar ekki er girt í kringum þær.
Að því er ég hef eftir tekið, étur sauðféð ekki birkið, þeg-
ar það getur náð i gras; ég hef ekki séð bitnar birkiplönt-
ur um sumartímann; þær eru bitnar á veturna, þegar gras
«r ekki til eða það er þakið undir fönn. Þess vegna mun