Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 6
6
Næsta rit Tennyson’s var fögur söguljóð um kvenn-
frelsismálið »The Princess« (>Kóngsdóttirin«), sem fyrst
kom út 11>47, og síðar opt og talsvert umbreytt til
batnaðar, fyrst í 3. útgáfunni 1050, og var þar hinum
yndislegu, hrííandi smákvæðum á kaflamótum aukið inn í;
1850 varð í fleiru merkisár fyrir Tennyson: hann ljet
þá fyrst koma út minningarljóð sín yfir Hallam »In
Memoriam*, er hann hafði byrjað á 7 árum áður, og
þótti mörgum sú bók bera langt af öllum öðrum ritum
hans; komu þrjár útgáfur af þeirri bók það ár, og fjórða
útgáfan ári síðar. 13. júní 1850 gekk hann að eiga
Emily Selwood, stúlku af gömlum og góðum ættum, og
nokkrum mánuðum síðar var hann gjörður að hirðskáldi,
»poet laureate«; það er gömul hirðstaða eða öllu heldur
nafnbót sem veitt er á Englandi æfilangt einhverju frægu
skáldi; er ætlast til þess að þeir yr! i tækifæriskvæði er
eitthvað sögulegt ber við í konungsættinni, og fá þeir
að launum nokkur hundruð krónur og hálftunnu af góðu
sherrýi til að halda við andagipt sinni. Hafði Words-
worth skipað þann sess næstur á undan.
Tennyson fór nú að ferðast með konu sinni til
Frakklands og Italíu. Var hjónabandið hið farsælasta, og
hefur Tennyson víða niinnzt hennar í kvæðum sínurn.
Þau hjónin eignuðust soninn Hallarn árið 1852, og er
hann nú (1903) jarl i Astralíu. Arið 1853 keypti Ten-
nyson fallegan búgarð, Farringford í eynni Wight (Vætt)
og bjó þar lengst af úr þessu. Siðar eignaðist hann líka
búgarðinn Aldworth í Surtey. A þessum árum voru
miklir a;singar í Norðurálfunni. Napoleon 3. hafði rofið
eið sinn sem forseti og brotizt til keisaratignar, og voru
margir á Englandi og þar á rneðal Tennvson, sent ekki
trúðu honum meir en svo og svo, þrátt fyrir öll hans
vináttuhót1; vinátta Englendinga og Rússa var og á völt-
1) „Við höfiim eignast svo trúan hamlamann, að fjandinn