Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 100
100
Það er nú aðallega náttúrufræðisleg spurning. Þegar
menn eru að fást við náttúrusöguleg efni, þá viðhafa
menn oft líkingu til að tákna samhengi milli ýmsra fyr-
irbrigða; menn tala um shringrás náttúrunnar*; líkingin
getur verið fullgóð, en líking er það og ekki fullkomlega
nákvæm táknun. Fyrst er þá hin mikla hringrás frá
»óorganisku« efni gegnum »organismana« (lífsskapnaðina)
og aftur til »óorganisks« efnis; í henni eru plönturnar,
sem kunnugt er, fyrsti liðurinn; þær eru aðallega meðal-
ið til að binda sólarinnar verkandi kraft við jörðini, með
því að kolefni loftsins dregst inn í þær og myndar ásamt
öðrum efnum »organiskt«, »organísérað« efni; fer það svo
frá plöntunum yfir í dýrin, sem ekki geta framleitt, en
að eins ummyndað hið »organiska« efni. Þegar dýrin
deyja og rotna, hverfa svo efnin aftur í hið Hflnusa
»óorganiska« ástand. Menn tala um hringrás vatnsins;
við sólarhitann gufar það upp frá yfirborði hafsins, safn-
ast í loftinu, og fellur niður sem regn eða snjór, svo að
það eftir yfirborði jarðarinnar snú.i á leið aftur til hafsirs,
sumt bregður sér dálítinn útúrkrók frá jörðinni gegnum
rætur plantnanna og fer upp í loftið til þess að falla nið-
ur á jörðina aftur. Alt þetta er yður vel kunnugt, enda
hef ég ekki heldur sagt það í því skyni að segja neitt
nýtt, heldur samhengis vegna við það, sem ég nú ætla
að skýra. Hver einstök planta hefir hið innra í sér sína
eigin hringrás, sem að nokkru leyti er einkennileg fyrir
hina einstöku plöntutegund; ég tala hér að eins um trjá-
kendar plöntur. Þegar blöðin draga í sig kolefni loftsins
og mynda mjöl, hin alkunnu hvítu korn, sem felast inni í
grænu blöðunum, þá byrjar hringferð með efnum þeim
sem rótin hefir tekið í sig úr jörðinni; við það fullgerist
frjókima byggingin, — líkami plöntunnar. Menn hafa
áður haldið að plantan hefði aflokið starfi sínu þegar blöð-
in detta af á haustin, en nýjar rannsóknir hafa leitt í