Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 65
steinarnir, sem eru í því á við og dreií, og öll þess gerð
(skortur á lagskiftingu o. fl.) bendir ótvíræðlega á, að
það sé jökulurð, botnuro undan jökli; eti ýmislegt bendir
til þess, að hérna nálægt hafi einhverntima verið jökul-
röndin; má til þess nefna það, að skeljarnar skuli ekki
undantekningarlaust vera molaðar, og einnig það, að steinar
skuli ekki vera algengari i laginu en þeir eru; mun það
koma af því, að lagið er að nokkru leyti myndað i sjó
fyrir iraman jökulinn, eins og siðar mun drepið á. Hn
það sem merkilegast er við lagið, eru nú einmitt skeljarn-
ar, því að af þeim fáum vér svo greinilega vitneskju
um, hvernig loftslag hafi þá verið á Islandi,er skeldýrin
lifðu. Það eru fram undir 20 tegundir af sjávardýrum,
sem fundizt hafa þarna í jökulurðinni, en merkilegust af
þeim er skel sú, er nefnd er Portlandía eða yoldia arctica
og skal aðeins rætt um hana hér.1)
Það er til einskis að leita að dýri því, sem þessar
skeljar á, við Islands nútiðar strendur, sjórinn hér við land
er nú á tímum allt ofheitur íyrir það; jafnvel ekki við
Grænlands strendur þrífst Yoldia arctica fyr en kemur
langt norður eftir. Þetta einkennilega kuldadýr lifirnú á
tin um á 5 —15 faðma dýpi þar sem kaldast er í norður-
íshafinu, t. d. nú í eðjunni fyrir utan jöklana, sem ganga
i sjó fram nyrzt á Grænlandi og Spitsbergen; og ef jökl-
*) Hr. cand. mag. Ad. S. Jensen, lindýrafræðingur við dýra-
safnið i kaupmannaköfn, kefur góðfúslegast ákvarðað skeljarnar
fyrir mig. Eg sýndi Helga Salomonssyni í Máfahiíð, sem er mesti
greindarpiltur, sklejalagið og beiddi hann að safna þar skeljum;
er mér skylt að geta þess með þakklæti, að hann liefur leyst það
verk vel af hendi; fann hann auk annara skelja, ágæt eintök af
Portlandia arctica, betri en það sem ég hafði fundið. Af öðrum
skeljum má nefna t. a. m:
Saxieava arctica, Mya truncata, Nucula tennis, Leda pernula,
Trophon truncatus.