Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 107
107
skógmálsins hjá oss, hafa allir fasta stöðu, og hina um-
boðslegu stjórn hafa sérfróðir embættismenn á hendi.
Það stendur í nánu sambandi við eðli skógyrkjunnar, að
þessu er þannig hagað; það getur ekki verið öðruvísi svo
lengi sem þjóðfélagsstjórnin tekur þátt í rekstri skógmáls-
ins.
Að endingu verð ég að segja þetta: Hvort heldur skoð-
að er frá náttúrusögulegu eða hagfræðislegu sjónarmiði,
þá á ísland sitt skógmál; það má gera mikið gagn með
þvi að fá hér upp skóga og það er kleyft að koma þeirn
upp með þeim efnum, sem landið á ráð á. Sem mál-
svari hinnar dönsku skógyrkju get ég sagt, að vér höfum
næga sérþekkingu til að leysa verkefni þetta og að vér
erum fúsir að láta hana í té: ekki svo að skilja, að vér
höfum þekkinguna afgangs, hún gæti komið í góðar þarfir
í Danmörk, en Danmörk er einnig að þessu leyti gróður-
sælt land, að verði eitthvert skarð, þá vex fljótt aftur í
skarðið svo þess gætir ekki. Þar á mót verð égað fela
það alveg yður á vald, þér heiðruðu konur og menn!— og
almenningsálitinu á Islandi, og að síðustu sjálfri þjóðfé-
lagsstjórninni, að skera úr því, hvort tími sé kominn til að
færast skógmálið í fang, hvort þjóðin er nógn þroskuð
til þess, hvort skógmálið — ég vil ekki segja: liggi þjóð-
inni á hjarta, því hún þekkir það ekki — heldur hitt þá,
hvort búast megi við, að skógmálið verði þjóðinni hjart-
anlegt áhugamál, þegar það á réttan hátt verður lagt frarn
fyrir hana; — því með þeirn hætti einum getur því
orðið framgengt.
Urn leið og ég lýk máli mínu, er mér ánægja að
votta þökk tnína, fyrst og fremst yður, háttvirtu áheyr-
endur mínir! — þar næst þakka ég fyrir alla þá ástsemd,
sem ég hef átt að fagna, bæði á ferð minni og hér í
Reykjavík. Þeim áhrifum, sem landið hefir haft á mig,
get ég ekki með öðru betur Iýst en tneð tilvitnun eins