Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 110
110
viðvikjandi ( — Noreg sleppi ég alveg að minnast á —)
eigi að eins frá því er ég árið 1807 tók að gegna störf-
um í rentukammerinu, heldur einnig fyrir þann tima,
einkum eftir árið 1800. Þvi bæði er það, að eftir að ég
1815 var skipaður fullmektugur í skrifstofu rentukammers-
ins fyrir Island og Borgundarhólm og alt þangað til ég
hætti þeim starfa 1821, þá gengu næstum því öll helztu
og mest áriðandi málefnin, sem þar undir heyrðu, bein-
línis gegnum mínar hendur, og svo hef ég einnig á
þeim tíma (einkum eftir 1800,) kynt mér nálega öll eldri
mál af því tagi, sem geymd vórn sumpart í kansellíinu
og sumpart í rentukammerinu. Eg mundi þannig hafa
veiið fær um að skýra ailýtarlega frá fyrirætluninni með
hið nýja jarðamat og þar með jafnfrarat áformuð ný
skattalög og breytingu á lögsagnarumdæmunum o. fl.
alt eftir norskri fyrirmynd, en sem aldrei varð til lykta
leitt, sömuleiðis frá því hvernig frihöndlunin komst á
og frá hennar valta gangi; frá afnárai alþingis og stofn-
un hins kostnaðarsama yfirdóms, einnig eftir norskri fyr-
irmynd; frá strandmælingunum, sem mér er fullkunnugt um,
hversu að árangurinn af þeim: uppdrættirnir, sem út
vóru gefnir af ströndum íslands, var einungis að þakka
sjóliðsforingja Löwenörn, sem með dæmalausum áhuga
fylgdi því máli fram, og meiri líkur, að hefði hann ekki
verið, þá mundi hið mikla og kostnaðarsama mælingar-
verk hafa verið lagt fyrir í rentukammerinu og legið þar
óhreyft eins og jarðamats verkið fram á þenna dag; enn
fremur frá því, er Hóla stóll og skóli var lagður niður og
fasteignir þeirra stofnana seldar; frá brögðum þeim og
undirróðri, sem eftir aldamótin var beitt bæði hér á
landi og í Kaupmannahöfn til að steypa Olafi stiftamt-
manni Stephensen, af fáeinum íslendingum og nokkrum
af strandmælinga- »offísérunum« á samt Loðvík amtmanni
Erichsen. Að lokum mundi ég hafa getað tilfært ýmislegt