Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 174
verzlun og að nokkru leyti til opins bréfs 28. sept. s. á.
um verðlaun fyrir fiskiveiðar. Sjálf hin opnu bréf eru
samin í rentukammerinu, að mestu samkvæmt uppástung-
um nefndarinnar. Enn fremur samdi ég ýmisleg bréf
frá nefndinni til stjórnarráðanna og sameiginleg álitsskjöl
fyrir Krieger og mig í málum sem rentukammerið hafði
sent okkur til álita. Viðvíkjandi opnu bréfi 9. marz
1836 sem nemur úr gildi tilskipun 13. maí 1776, um
túngarða og þúfnasléttun, varð ég ósammála meðnefndar-
mönnum mínum, nema þvi að eins að fiskiveiða-verð-
launin væru einnig með öllu afnumin; hafði ég áður lagt
það til, að. þeim væri haldið áfrarn nokkur ár, en væru
færð niður og var fallizt á það. Ég hélt því nefnilega
fram, að það mundi að öllum líkindum óhyggilegt að
hlynna að öðrum aðalatvinnuvegi landsins og það ein-
mitt þeim, sem ætla má, að óstaðbetri sé fyrir afkomu
landsbúa, með því að ég einnig hefði alla ástæðu til að
álíta, að útflutningsverð landvörunnar mundi neina fult
eins miklu og útflutningsverð fiskiafurðanna. Enn frem-
ur lét ég t ljósi, að verðlaunareglum tilskipunarinnar
mætti breyta vandræðalaust með því að halda við nokk-
urnveginn strangri skylduvinnu til jarðabóta, svo að ríkis-
sjóður þyrfti ekki að hafa sérlega byrði af því. En
með þetta komst ég enga leið fyrir hinum nefndarmönn-
unum, einkum Örsted, sem áleit að verðlaunin mundu
framvegis eins og hingað til gefa tilefni til misbrúkunar
og hvernig svo sem þeim yrði hagað, þá mundu þau
samt ávalt verða rikissjóðnum til byrði. Það hittist ein-
hvernveginn svo á, að þetta var hið síðasta af störfum
nefndarinnar, svo að tíminn leyfði ekki frekara en að gera
þetta að munnlegu kappsmáli. Mótmæli mín, sem ég
þegar á eftir tjáði fyrir nokkrum í rentukammerinu, urðu
samt til þess, að fiskiveiðaverðlaunin í opnu bréfi 1836