Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 154
154
samþykki að minsta kosti) með því að ég hafði safnað
hinu héraðlútandi efni sem þjónn á skrifstofunni íslenzku.
Þakkaði Wormskjold mér með mesta hóli fyrir ritgerð
þessa og jafnframt fyrir hina, sem áður er nefnd og ég
hafði sýnt Knuth greifa. Sagði W. að hér væri brugðið
fyrir sig nýrri birtu vfir gjaldmátann íslenzka. Hvort
sem nú þetta vóru eintóm fagurmæli eða ekki, þá sann-
færðist ég samt um það, að hann hafði lesið báðar rit-
gerðirnar frá upphafi til enda, þvi í samtali okkar mintist
hann nærri þvi á hvert einasta gjald með réttu nafni og
á athugasemdir mínar þar að lútandi. Um manntalsfisk-
inn sérstaklega varð honum að orði, að hann væri »no-
get bandsat Töj«, og ætti alvegað takast af, en því bætti
hann við um sjálfan sig, að hann væri nú orðinn of
gamall til að leggja sig í líma að kynna sér þessi fræði,
og enn hefði hann getað bætt því við, að hann hefði
öðru að gegna, sem rr.eira riði á.
Um þetta leyti varð mér og viðtals auðið við Kaas
dómsmálaráðgjafa, forseta kansellíisins; það var út af
bónarbréfi, sem ég hafði sent um styrk handa B. Gröndal-
yfirdómara, sem nú var orðinn heilsulaus og rekkjulægur.
Þetta viðtal jafnframt náinni viðkynningu minni við hina
tvo »depútéruðu« f kansellíinu, Orsted og Berner, hafði
þann árangur, að Gröndal vóru veittir iooo rd. í seðlum
(um 800 rd. í silfri) sem hugnunarfé og var það miklu
meira en ég nokkurn tíma hafði gert mér von um. Það
var einnig þessum mínum kunnleikum að þakka, að þeg-
ar Gröndal árið 1817 fékk lausn frá embætti, þá fékk
hann i staðinn fyrir 2/3 launa sinna (hér um bil 460 rd.)
600 rd. í eftirlaun. Þannig veitti forsjónin mér að verða
þess um kominn, að auðsýna þessum velgerðamanni
þakklátsemi mína, þó ég um langan tíma hefði ekki séð
neinn veg til þess. Altaf kyntist ég fleiri og fleiri mönn-
um í hærri stéttunum og hafði ég reyndar ýmislegt gagn