Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 33
lýsir í enskri náttúru. Þær eru skrautlegar og dýrðlegar,
en líkari undrahjeruðum þeim er hann lýsir í »Konungs-
ljóðum« en verulegri náttúru. Hann lagar náttúruna og
gefur henni þann blæ, sem hún þarf að hafa í kvæðun-
um. Tennyson hefur skilið vel hinn fjölbreytta anda
grísku þjóðarinnar; í »Ulysses« kemur hann með eintal
hins margreynda griska konungs, sem vill halda áfram í
nýjar og nýjar þrautir,
..................... »sterkur í vilja,
að keppa, leita, finna og láta’ ei uudan«.
»Lótosæturnar« lýsir öðru æfintýri Odysseifs, er
hann hrekst til Lótoslandsins, undarlegs lands, þar sem
allt er eins og í þoku og draumi; sjónrenn hans eru
orðnir leiðir á hrakningunum, og vilja nú hvíla sig þar
i ró og friði, lifa á lótos og hvergi fara. Því skyldu
þeir vilja halda heim ? Konur þeirra eru giptar öðrum
ef til vill, synir þeirra orðnir fulltíða menn og hafa
gleymt þeim ; nei, betra er að dvelja í lótoslandinu:
»Sælt væri meðan svæfði’ oss golan hlýja,
svefnþrungnum augum horfa’ á landið nýja
á mólý-beð, eða mjúknm amaranþs-biug,
undir þeim helga himni skýja
horfa á fljótið bjarta upp til dýja
draga að sjer vatn úr bláum hóla hring;
daggþrungin bergmál heyra kalla og kalla,
úr klettahelli, gegn um vínlauf þjett
og líta smaragðslitað vatnið falla
um laufskrúð ofið niður háan klett,
heyra og sjá brimið brotna í fjarska grett,
bara’ að heyra, og sofna und furu ljett«.
I þessu landi þurfa þeir ekki að hafa neitt fyrir
iífinu: