Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 15
15
Nú eru falluir, fallnir fjandmenn vorir,
nú fíer það vöxt um hl/jar sumarnætur,
veldÍ8Íns aldin frá því falla á haustin;
laufkróna þess skal ná frá stjörnu í stjörnu,
bærast af söng er vaxa tímans veður,
rættirnar skulu hreifa steingrunu heimsins!
III.
I »Kóngsdótturinni« hugsa og tala persónurnar eins
og mentað fólk á 19. öldinni, þrátt fyrir allan miðalda-
búninginn. Alveg sama á sér stað í »Konungsljóðum«,
»Idylls of the King«, lengsta riti Tennyson’s. Sagan
gerist þar langt fram á horfinni öld, en Arþúr konungur
og riddarar hans minna menn óþægilega á nútímann og
kröfur hans; við og við tekst Tennyson að halda þeim
sem miðalda mönnum, en það er ekki opt. Og þetta
er skaðvænt fyrir skáldleg áhrif ljóðanna. Tennyson ferst
það miklu betur, þegar hann í »Maud« eða »Locksley
Hall« notar nútíðarform til að lasta nútímann, lætur börn
19. aldarinnar halda strangorða refsidóma yfir löstum
hennar. Miðaldaform þetta á sjálfsagt að nokkru leyti
rót sína að rekja til miðalda-dýrkunar þeirrar, er hófst á
Bretlandi með Walter Scott, og hefur síðar sýnt sig í
ýmsum myndum, alstaðar mótmælandi skoðunum nútírn-
ans: í trúmálum Oxford-stefnan, er vill nálægja ensku
kirkjuna kaþólskunni, í málverkalist hinir svo kölluðu
Præ-Rafaelítar, er tóku gömul ítölsk málverk (einkum
kirkjulegs efnis) til fyrirmyndar, og í fleiru.
Af því Tennyson er í raun og veru andlegt barn
nýja tímans verður miðaldaformið laust í honum, er hann
ætlar að nota það til að framsetja nútíðarhugsanir í göml-
um og glæsilegum líkingum. Og í »Konungsljóðum«
hefur Tennyson ætlað sjer mikið. Arþúr konungur á að
sýna einskonar persónugjörfing af öllu því sem göfugast
er í mannseðlinu, hvernig það brýtur undir sig óæðri