Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 149
149
mitt álitsskjal, fékk ég Knuth það; kvað hann mig vera
sér sammála í öllum atriðum. Ég áskildi mér auðvitað,
að þetta álit mitt yrði ekki látið saman við skjölin, af
því aó það kynni að verða virt mér til ókurteisi, að hlut-
ast að máli, sem mér kom al!s ekki við. Bollaleggingar
þessar gengu nú á milli og lágu ýmist hjá þessum eða hin-
um og varð ekki neitt úr neinu. Við framburð íslenzku
málanna kvað altaf minna og minna að Jensen, því greif-
arnir Moltke og Knuth héldu saman á móti honum, en
Wormskjold lét sig litlu skifta. Þarað auki var stundum tekið
til þess úrræðis, ef einhver sérleg vandkvæði vóru, að
fresta málunum, þangað til þau yrðu flutt fyrir forsetan-
um Mösting, því það var alkunnugt, að hann hafði ekk-
ert traust á Jensen, enda var Jensen í hinni umboðslegu
stjórn Færeyjaverzlunarinnar, sem á þeim árum var rekin
með tapi fyrir konungs sjóð.
A þessum vetri hlýddi ég á fyrirlestra H. C. Örsteds
i eðlisfræði og aflfræði; útvegaði rentukammerið sumum
af hinum duglegri þjónustumönnum sinum aðgöngu til
þeirra fyrirlestra, en þó fyrir borgun. Með líkum hætti sótti
ég fyrirlestra prófessors O. C. Olufsens í ríkjafjárhags-fræði
(Statsökonomi) og hafði mikið gagn af þeim fyrirlestrum,
en mjög lítið af Örsteds, því framburður hans var þá
ekki viðfeldinn né áheyrilegur og tilraunir hans mishepn-
uðust nálega ætíð. Handleiðslu í lögfræði veitti ég stöð-
ugt og gerði ég það síður af því, að það væri mér Ijúft,
-— þar sem ég hafði svo mikið annað að starfa — held-
ur en af hinu, að ég þurfti að vinna fyrir mér með því.
í fyrstunni lærir maður mikið á slíkri kenslu, en þegar
til lengdar lætur, er eðlilegt að maður verði leiður á þvi,
þegar altaf verður að þvæla upp aftur og aftur í því
sama og stytta alt, er iæra skal, og draga saman eftir
þvi sem franiast verður, með því flestir vilja afljúka há-
skólanáminu sem fljótast, hinir fátæku af nauðsyn, en