Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 179
179
að fyrir þá sök bæri eins konar nauðsyn til að veita
dönskum mönnum embætti i landinu. Að slíkt valdi
skaðvænlegum dylgjum og beisku óvildarþeli, er ekki
nema náttúrlegt, og á vist ekki lítinn þátt í þessu, að
þjóðiyndi Dana og Islendinga er i sumunt greinum svo
gjörólikt.
Þegar störf nefndarinnar þannig vóru á enda, fór ég
frá Kaupmannahöfn 12 maí 1835 og kom eftir 15 daga
hagstæða siglingu til Reykjavíkur; var ég þar, eða þá þar
í grend við, svo sem vikutíma og kom ég heim til mín
að Stapa 31 mai. Með verzlunarskipunum til Snæfells-
nessýslu gat ég ekki farið, þvi að þau vóru lögð af stað
áður en nefndin hafði afiokið öllum störfum sínum.
Krieger varð eftir í Kaupmannahöfn, því konungur hafði
skipað hann í fulltrúa-sæti fyrir ísland á ráðgjafarþingi
því í Hróarskeidu, er byrja skyldi á næsta hausti. Marg-
ir höfðu haldið, og Örsted lét það uppi við mig skýlaust,
að ég mundi nefndur verða til þessa starfa, en ég lét
hann vita, að ég hefði enga löngun til að takast hann
á hendur og gæti það ekki heldur, því ég mætti ekki
vera svo lengi í burtu frá embætti mínu og heimili. Var
þá kjörinn Finnur Magnússon háskólakenuari og kom
það honum sjálfum jafnóvænt sem öðrum.
í fjarveru minni hafði ekkert fyrir komið, sem tíð-
indum sætti. Ekki bar heldur til tíðinda árið 1836, nema
að Ólafur Finsen, yfirdómari, sem stýrði embætti Krieg-
ers í fjarveru hans, andaðist 1. marz s. á. Það vildi þá
líka svo óheppilega til að Ulstrúp landfógeti var sömu-
leiðis í Kaupmannahöfn, svo það var eins og tvö áríð-
andi embætti í Reykjavík væru hálflaus í einu, auk þess
sem annað yfirdómaraembættið var að öllu laust. Júst-
itiarius i yfirréttinum ísleifur Einarsson etatsráð var far-
inn að kröftum og heilsulítill og alls ekki fær um að tak-
ast á hendur að gegna stifamtmannsembættinu um þenn-
12*