Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 44
44
þeirra er klöppuðu og hinna er píptu, en hinir fyrri urðu
drjúgari; rómantíkin sigraði, og er svo talið að þar marki
nýtt skeið i skáldlegum bókmentum Frakklands. Að
öðru leyti var bylting þessi andlegt öldukast frá Þýzka-
landi, þar sem viðlík framsókn og bylting (»Sturm und >
Drang«) hafði átt sér stað löngu áður og leitt til fram-
fara þeirra, er náðu hámarki sinu í snildarverkum þeirra
skáldmæringanna Goethe og Schillers.
Jafnframt halði V. Hugo aukið frægð sína sem
ljóðskáld með kvæðasafninu »Orientales< (Austurheimaljóð),
1831 kom út hin fræga skáldsaga hans »Notre Dame de
Paris«; hefir hann i henni lýst snildarlega miðaldalífi
Parisarborgar og sett viðburði sögunnar í samoand við hina
mikilfenglegu, gotnesku »Notre Dame« kirkju (Vorfrúar-
kirkju) i Paris. Sama ár vóru prentuð eftir hann kvæða-
söfnin: »Feuilles d’automne« (Haustlauf) og á næstu árum
þar á eftir (1831 — 45) »Les chants du crepuscule« (Rökkur
söngvar), »Les voix interieures* (Innri raddir), »Les rayons
et les ombres«, (Geislar og skuggar), »Les contemplations*
(Hugleiðingarj. Er i þeini söfnum öllum fjöldi fegurstu
kvæða, þar á meðal einhver 'nin inndælustu um heimilis-
lífið, helgi þess og kærleika, og hefir hann öllum skáld-
um fremur gert það að yrkisefni'. í þessum ljóðum
sinurn hefir hann yngt upp móðurmál sitt frakkneskuna
í nýrri fegurð; svo listfengur er kveðskapurinn, svo mik-
il orðprýðin, og enginn hafði hugboð um að úr þvi máli
mætti ná slíkurn tónum sem hann náði.
Eftir júli-stjórnarbyltinguna 1330 tók hugsunar-
háttur hans breytingu. Þar sem hann áður var kirkju-
trúarmaður og konungs sinni, þá varð hann nú efunar-
') Þjóðskáld Norðmanna Bjiirnstjerne Björnsson hefir ortkvæði
i einna líkustnm amla, euda svipar lionum og i fleiri greinuni
til V. Hugós.