Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 139
139
Tiliöguskjalið til tilskipunarinnar, frumvarpið til
hennar og konungsbréf það til amtmanna, sem því var
samtengt, var samið af mér og er enn til, sömuleiðis upp-
köstin að fjölda bréfa, er nefndin sendi frá sér. Orsted
átti samt innan um verulegan þátt í tillöguskjalinu, eink-
um í þeim kafla þess, sem á að færa rök fyrir því, að
Islandi sjálfu henti sízt að eiga verzlun við útlendar
þjóðir, en það var aðalverkefnið, sem hitt alt hlaut að
snúast um. Fyrir alt þetta starf mitt fékk ég að launum
200 rd. og konunglegt skipunarbréf sem nefndarskrifari.
Það var nú svo hér um bil jafnmikils vert hvorutveggja;
þar á móti hafði ég miklu meiri ástæðu til að láta mér
þykja vænt um velvild þá og virktir, er ég naut af öll-
um nefndarmönnunum, einkum þeirn Wormskjold og
Örsted og enda Jensen gamla við og við, sem og um
þá ágætis viðurkenning er ég hlaut fyrir störf mín hjá
þeim J. G. Moltke, greifa og Mösting, er ég skömmu
síðar átti tal við þá um málið. Samtal mitt við hinn fyr-
nefnda er eitt hið merkasta sem ég hef átt við nokkurn
mann á æfi minni; er að nokkru drepið á það íÆfisögu
konferenzráðs Jóns Eyríkssonar1. Samtal þetta átti ég
annars að þakka syni Moltke greifa, A. W. Moltke, sem
nú er fjármálaráðherra. Sagði hann mér að ég skyldi
koma til föður síns á ákveðinni klukkustund, því hann
vissi að hann vildi tala við mig. Vildi ég ekki láta þess
ógetið hér, þó það að öðru leyti sé minst af því sem ég
á þeim manni að þakka. í santbandi við þetta skal ég
geta þess, að ég eftir áskorun Örsteds samdi ýtarlega
skýrslu um störf nefndarinnar að þvi er verzlunina snerti
og stendur hún í »Collegialtidende iS16;« sömuleiðis rit-
<lóm í »Literaturtidende« s. á. um smárit hinna íslenzku
kaupmanna (H. C. Clausens o. fl.) sem á prent höfðu
‘) Sbr. Æfis. Jóns Eyríkssonar 44. bls. (Aths. 2)