Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 190
190
réttardómari að sér að gegna embættinu, og hafði, þó
Bardenfleth í fyrstu haft augastað A kammerráði P. Mel-
steð.
Bardenfleth er einhver hinn bezti og duglegasti stift-
amtmaður, sem nokkurn tíma hefir verið á Islandi; hann er
lögfræðingur ágætur, iðjusamur mjög og í embættisstörfum
einn sá færasti sem ég hef þekt. Ég heyrði honum og
í Reykjavík borið hið bezta orð fyrir mannkosti, en um
þá er mér að öðru leyti ókunnugt. En það er þó að
minsta kosti áreiðanlega víst. að eftir að hann kom til
Kaupmanuahafnar knúði hann skólaflutnings málið áfram
með helzt of miklum ákafa og undirróðri því samfara,
þó hann segði öðrum að hann ætti engan þátt í því;
hann mun og hafa stuðlað mest að því að Þórður Guð-
mundsson skrifari hans varð sýslumaður í Gullbringusýslu
og var tekinn fram yfir ýmsa eldri menn, sem fult eins
mikla verðleika höfðu. Það er og hald manna, að hon-
um hafi ekki verið ókunnugt. um að Jón Thorstensen,
landlæknir, var settur hjá við heiðursmerkja úthlutunina
1841; — hann var einn af þeim, sem vóru á móti flutn-
ingi skólans til Reykjavíkur — en það var almanna róm-
ur, að hann einmitt öðrum fremur hefði átt að vera
sæmdur.
5 júlí 1841 kom fyrgreind embættismarmanefnd
aftur saman í Reykjavík og vóru i henni allir sömu
mennirnir og áður nema Bardenfleth, sem um vorið var
skipaður hirðstjóri ríkiserfingjans; i hans stað kom nú sem
forseti nefndarinnar hinn nýi stiftamtmaður, kammerherra
Hoppe. Sem skrifara í nefndinni tók stiftamtmaður
Kristján Kristjánsson, kandídat í lögfræði, i staðinn fyrir
Þórð Jónassen yfirdómara, sem gegndi starfa þessum
1839. Hoppe þessi er annars sami maðurinn, sem að
nafninu til var skrifari í hinni íslenzku nefnd, er starfaði
i Kaupmannahöfn veturinn 1834--35 og nefndur er hér