Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 51
51
Til grafar hinir vitru, sem yður eru hjá,
Svo legg ég út á sjóinn; því segi eg: högðu bara . . .
En seg mér, góða tré mitt, hve mundirðu því svara,
Hvort vera vildir gálgi?.. . Halt munui þínum maðurí
Frá mínum lundi víktu með öxi þína hraður.
Við skógtrén erum lífkær, því burt í bæli nætur,
Þið böðlar! og snertið ei topp minn eða rætur!
Ég blómunum ann skjólsins, ég aldin el hin mörgu,
Ég ei vil bera reipið með þeim smeygunum örgu;
Ég er fagurlimans barn og mig fjallið gat að nið,
Farið burt, þið dómarar! og standið hér ei við.
í skógkyrðinni hérna við heyrum vindinn leika
Með hvískri og við stærumst af prýði vorra eika.
Hví skundið þið hingað og skapið dóma grimma?
Við skógtrén erum sólbörn, en ykkur fylgir dimma.
Ykkar lög eru forynjur, þau færa oss myrkva á hendur,
Sem fuglarnir svörtu, er nótt af vængjum stendur.
Svo leitið heim til borgar og látið skóg í náðum,
Þið leiguþjónar dauðans, við höfnum ykkar ráðum.
Að leikhúss skrípum hverfið og sóni söngfæranna
Óg samkveða þau látið við helóp deyjendanna.
Já, njótið þið lífsins og dauðadóm uppkveðið
Og dýrðardaga milli, er kætist ykkur geðið,
Þann synduga vesling til heljar dragið hratt
Og hröfnunum bjóðið, að fái þeir sig glatt;
Verið illir og harðir og aumkvið ei hans græti,
En aldrei framar hérna þið stigið ykkar fæti!