Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 53
53
Og kva6 við bergmál alvaldsorðsins: »v e r ð i!«
Og döggskær yfir dásamlegri pryði
Lá dagurinn með guðleg orð á vörum
Og 8Ólroðann sem helgibaug um höfuð.
Ennþá bar gjörvalt sanna sælumynd
Og eiturblær í engum munni fanst.
Hver vera skein í sinni fyrstu frumtign
Og gjörvalt það, sem eilífð á af Ijósi
í einu streymdi gegnum himinloftið.
Að leiftrahuippum lók hinn káti vindur
í skýjalausum heiðis hvirfilþytum.
Frá vítis bygðum heyrðist aðeins uml,
Sem dó í hinum mikla gleðiglaumi
Frá vötnum, skógum, fjöllum, fold og himni;
Og ljós og vindar vöktu slíkan fögnuð,
Að skógarnir sem risa hörpur hreyfðust;
Og húm og ljós, hið hæsta með því lægsta,
í bróðureining battst og greri saman,
í nöðrunni var engin öfund fundin
Né stolt í stjörnu; meginmöudull lífsins
Var elskan sjálf og allt um hana snerist;
Og alsamhljóðun árbjört eins og ljósið
A hnött vorn ungan unaðslega streymdi
Frá dularfullu heimsins insta hjarta.
Alt var þá hrifið: blómið, báran, skýið,
Já, bjargið með, sem undi í þagnardraumi.
Af birtu gagnlýst glaðvært söng hvert tré
Og blómið skiftist blæ og yndishótum
Við himin tæran, hvaðau döggin fellur,
Og ánægt galt það ilm sinn fyrir perlu.
í öllu eitt og alt í hinu eina!
Svo birtist dýrðin dásamlegrar veru.
Og paradísin glóði’ und greina skugga
Og fór á loft í forsælunnar draumi.
Og sannleikur var ljósið, sem að lýsti,
Og alt var fagurt af því það var hreint,
Og alt var fjör og elska, gæzka og bliða;