Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 31
31
voðalegt og kraptmikið kvæði er kvæðið »Despair« »(Ör-
vænting«), um hjón, sem hafa tapað allri trú á þessu og
öðru lífi og ætla að drekkja sjer saman; konan drukknar,
en manninum er bjargað af trúarheitum presti; er mað-
urinn ekkert þakklátur fyrir lífgjöfina og lætur prest ó-
þyrmilega heyra það.
Þessi kvæði eru skyld hinum inndælu kvæðum hans
úr lífi enskrar alþýðu, sumum alvarlegum, öðrum gleði-
legum, þar sem hann gefur stuttar lýsingar á mönnutn
og hjeröðum, og opt lætur persónurnar sjálfar lýsa sjer
og atburðunum í samtölnm. Mörg af þessum kvæðum
voru upprunalega gefin út undir nafninu »English Idylls;«
hvert mannsbarn á Englandi, að kalla má, þekkir þessi
kvæði eða einhver þeirra að minsta kosti, og það eru
þau, miklu meir en stóru ritin, sem hafa gert Tennyson
að kærasta skáldi þjóðarinnar á 19. öldinni. Sum þess-
ara kvæða eru heilar smásögur í ljóðum, og er miklu
efni stundum komið fyrir í stuttu kvæði með aðdáan-
legri ritsnild; þannig má nefna hið yndislega ástarkvæði
og náttúrulýsingu, »Malaradóttirin«, »Maídrottningin«
sem er þrjú samtöl ungrar stúlku við móður sína, fyrst
daginn áður en hún á að krýnast sem fegursta stúlkan
í sveitinni, svo er hún er veik og liggur fyrir dauðanum.
»Enoch Arden« er saga um sjómann er fer að heiman
og bíður skipbrot við eyðiey í suðurhöfum. Honum
er bjargað þaðan eptir mörg ár, og er hann kemur heim
er kona hans öðrum gift, því allir höfðu það fyrir satt
að hann hefði farizt, og er siðara hjónabandið mjög far-
sælt og börn hans fulltíða og una sjer vel hjá stjúpföð-
urnum sem er hinn veglyndasti maður. Enoch Arden
sjer að hann kemur hjer aðeins til að trufla, hann lætur
því ekki uppskátt hver hann sje, en sezt að í þorpinu
og vinnur fyrir sjer, og opinberar ekki leyndarmál sitt
fyr en á dauðadegi sínum.