Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 160
160
þjóðréttarfræði i efsta bekk kadettanna. Af rentukamm-
«rsins hendi var það sérleg náð, að ég fékk að halda
íullmektugs-embætti minu þar og öllum þeim aukasýsl-
■unurn, sem mér þá var trúað fyrir. Til merkis um hvað
etatsráði Thorkelin fórst vel við mig, verð ég að
minnast þess, að hann hjálpaði mér um hið fyrirskipaða
•veð, iooo rd. sem ég varð að setja í hinu nýja embætti
minu. An hans hjálpar mundi ég hafa komizt i vanda,
þar sem um svo mikið fé var að ræða. En þetta er
ekki nema eitt af mörgu, sem ég á þeim staklega virð-
ingarverða og göfuglynda manni, Thorkelin, að þakka;
var hann valmenni, þó af mörgum væri vanmetinn, og
alla tíð til dauðadags heiðraði hann mig með vináttu
sinni og var mér ætíð innan handar með ráð sin og
fcendingar hvað sem fyrir kom.
Föst laun mín vóru nú orðin um 650 rd. á ári, svo
ég sá mér fært að hætta handleiðslu i lögfræði; ég hefði
ekki heldur getað haldið henni áfram svo að gagni hefði
komið eins og ég vildi, sökum hinna mörgu starfa minna
og kunnleika þeirra, er ég var kominn í við svo marga
menn. Ég var líka orðinn leiður á því áreynslumikla
starfi, sem ekkert framar var að græða á í vísindalegu
tilliti. Latinska »júrista« hef ég handleitt að mig minnir
2i alls, og fengu 16 þeirra fyrstu einkunn, en 5 aðra
einkunn. Nokkru fleiri hef ég handleitt i dönskum lög-
um. Flestir þeir, er ég handleiddi, vóru Norðmenn,
íslendingar eða Danir, upprunnir í Kaupmannahöfn; sitja
margir þeirra nú í álitlegum embættum. A þeim tímum
var sjaldgæft, að júristar lykju sér af á skemri tíma en
3 árum, en danskir júristar vóru að því hér um bil
2 ár.
Undir eins og ég var kominn aftur til Kaupmanna-
Kafnar, tók ég til starfa minna í rentukammerinu, nefni-
Jega að fást við mál þau, er ísland og Borgundarhólm