Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 147
147
en gera má ráð fyrir á fundum ungra manna, er litla
sem enga lífsreynslu hafa fengið.
A þessu ári átti ég mjög merkilegt samtal við hans
hátign konunginn og »kabínetssekretéra« hans, konferenzráð
Jessen, sem nú er dáinn. Konungur talaði mikið um ís-
land og óvildareld þann, sem þá var milli Castenskjolds
stiftamtmanns og Magnúsar konferenzráðs. Það var svo
að heyra, að hann hefði þá skoðun á íslendingum, að þeir
væru óþægir í skapsmunum og ekki mikið undir þeim
eigandi, en með þvi átti hann reyndar einkum við M.
Stephensen. Alveg sami andinn varí því, sem »kabínets-
sekretérinn« sagði, og fann ég glögt að sá andi var frá
íslenzku kaupmönnunum kominn, enda áttu sumir þeirra
(t. d. »Krigsraad« Wulf o. fl.) jafnaðarlega aðgöngu til
til hans, og einnig til utanrikisráðgjafa Rosenkrantz. Það
lék líka orð á, að ýmislegar vingjafir fylgdu þar með,
ekki siður en til gamla Jensens. Mód þvi að íslenzk
verzlun væri gefin_laus var »kabínets-sekretérinn« gallharð-
ur« og talaði um það svo ákveðið og greinilega, eins og
hann hefði verzlað hér á landi í mörg ár, en um færeysku
verzlunina var hann alt fámæltari, líklega af því að hann
hafði sjaldan heyrt um hana talað.
Á öndverðu ári 1818 átti hin íslenzka og færeyska
verzlunarnefnd fund með sér, en að því er færeysku verzl-
unina snerti var ekkert merkilegt ályktað. Þar á móti
var mér falið að semja skýrslu um hin íslenzku fátækra
málefni í tilefni af mjög tnargorðri uppástungu þar að
lútandi, sem konferenzráð M. Stephensen hafði samið
veturinn 1815—1816, með hliðsjón af hinni dönsku fá-
tækra-mála reglugjörð 1803. Nokkrir hinna »depútér-
uðu« í kansellíinu höfðu beðið M. St. að koma með uppá-
stungu þessa, til þess, eins og einn þeirra sagði við mig,
að láta“hann hafa eitthvað að starfa; »því þá höfum við
þó frið á meðan«, bætti hann við, en það hafði kansellí-
10*