Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 161
161
snertu; sömuleiðis starfaði ég eins og áðuf i verzlunar-
nefndinni. En aðalstarf mitt urn þessar mundir var að
semja fyrirlestra mína í siðfræði og þjóðréttinda fræðurn,
sem ég átti að halda við sjókadettaskólann, og varð
ég þeim mun fremur að vanda mig á þvt verki, sem
Sneedorf vildi að ég gæfi út prentaða kenslubók handa
skólanum í þessum fræðum. Eftir beiðni og upphvatn-
ingu etatsráð Collinssamdi ég einnigsögulegt yfirlit yfir verzl-
un Islands að fornu og nýju, með skýringarþætti um
það, hve verzlun þessi væri mikilvæg fyrir Danmerkur ríki.
Las ég það upp í landbúnaðarfélaginu á öndverðu næsta ári
og varð svo mikill rómur að því, að enda hárrar stéttar menn
fengu nandrit mitt að láni til yfirlesturs. En ég varð að játa
að það var enganveginn svo fullkomið sem skyldi og
ekki hæft til prentunar, þó einstöku menn hafi beðið
mig að gefa það út. Af nýjum kunnleikum, sem ég
komst í á þessum vetri, var einn sá, er mér fanst mest
um, nefnilega við myndasmiðinn fræga, B. Thorvaldsen, sem
þá dvaldi í Kaupmannahöfn. Ég heimsótti hann og átti
tal við hann alls fimm sinnum, en það var prófessor
•Ólafsen á Kongsbergi í Noregi sem gaf tilefnið til þess.
Hann hafði verið samtiða Thorvaldsen á akademíinu (lista-
skólanum) og sendi honum gullhring að gjöf og bað mig
afhenda honum. Prófessor Ólafsen var mér dálítið skyldur í
föðurætt og komst ég í stöðug bréfaskifti við hann vegna
B. Gröndals yfirréttardómara, sem kvæntur var systur hans.
Framan af árinu 1820 var staða mín söm og áður
og kom ekkert markvert fyrir. Ég var alstaðar og hjá
öllum i svo miklum metum, sem ég með sanngirni gat
ætlast tii; það vantaði að eins eitt, og það var haganlegt
embætti á íslandi sökum ráðahags mins þar. íslenzka
verzlunarnefndin hélt fund í marzm. og var þá útgert
>um nokkur af þeim málum, sem henni vóru til handa
ikomin, en sum vóru látin ganga milli nefndarmanna, þar
11