Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 170
170
og tengja þar við sem inngang hið sögulega yfirlit mitt
yfir íslenzku verzlunina, (sem ég hafði lesið upp i land-
búnaðar félaginu) þegar ég væri búinn að auka það tals-
vert og laga það að sumu leyti. En þessar ritgerðir hafa
síðan legið i handriti og eru engin líkindi, að ég fái löng-
un eða tækifæri til að fjalla um þær, með því líka að
miklar breytingar eru orðnar á verzluninni síðan.
Haustið 1827 fór Magnús konferenzráð Stephensen
í síðasta sinn til Kaupmannahafnar og lagði hann þá fyr-
ir kansellíið texta, er hann hafði búið út til fyrirhugaðrar
nýrrar Jónsbókar útgáfu ásamt danskri útleggingu. Fyr-
ir starfa þenna æskti hann ekki einungis að fá þóknun,
heldur einnig styrk til að gefa lögbókina út og að lík-
indum forlagsrétt að henni Ollu þessu fylgdi hann fram
með sínum vanalega ákafa, og það er enginn efi á, að
hann með því hefir komið stjórnarráðinu í nokkurn vanda.
Ég hef í kyrþey komizt að þvi, að enginn vildi takast á
hendur að endurskoða verk þetta; hafði kanselliið enga
sérlega trú á þvi og var alls ekki að skapi þess að gefa
út bókina, sem gildandi lög, öðru vísi en hún áður hafði
verið viðhöfð, en sem fornaldarrit einvörðungu áleit það
að hún kæmi sér ekki við. Var því tekið til sérstaklegs
úrræðis, og það var, að veita Magnúsi konferenzráði þókn-
un, að sagt er, 1000 rd. í seðlum, svo að kanselliið losn-
aði þannig við hann á kurteislegan hátt, en aftur án
minnar vitundar með konungl. úrskurði 29. marz 1826
að fela mér á hendur að endurskoða Jónsbók og draga
saman úr henni í eina tilskipun alt það, sem ég áliti að
enn væri notandi. í þessu skyni vóru mér send handrit
konferenzráðsins og má lesa ýtarlega útlistun um alt mál-
2ð i »Collegial Tidende nr. 24« s. á. Vildi ég helzt þeg-
ar i fyrstu mega losast við þennan starfa, sem auðvitað
hlaut að taka mikinn tima og þess utan útheimti ýmsa
lagalega og staðlega þekkingu, sem ég ekki hafði; einnig