Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 115
115
ur Ólafs prófessors Ólafssonar (Olavsen) á Kongsbergi í
Noregi, sem þá var stofustúlka hjá Ólafi stiftamtmanni í
Viðey, og biðja hana að ganga á milli og fá frví ágengt
hjá stiftamtmanni, að ég sem fátækur piltur gæti fengið
heila ölmusu í Reykjavikur latinuskóla. Þetta hepnaðist
og var ég svo um haustið 1795 sendur suður og dvaldi
i Viðey þangað til skólinn byrjaði um Mikkjálsmessu.
Tók Ólafur gamli stiftamtmaður mig þá oft tali, og geri
ég mér í hugarlund, að það hafi verið til að grenslast
eftír gáfum mínum og upplagi, því hann hafði miklar mætur
á gáfuðum piltum, hjálpaði þeim og framaðiþá. Fyrsta vetur-
inn ias ég að kalla mátti alls ekkert i skólanum, þvíhon-
um var þá í mesta máta niður hrakað. Ef mig ekki rang-
minnir, þá kendi rektorinn og konrektorinn við skólann
ekki nema nokkrum sinnum allan veturinn. Rektor var
drykkfeldur mjög og konrektor sömuleiðis, og piltarnir
nálega allir, nema hinir hraustustu, urðu sjúkir af kláða
og öðrum kvillum, sem stafaði af kulda og illu niataræði.
I skólanum var um þær mundir jafnilla séð fyrir sál og
líkama Um vorið 1796 giftist jómfrú Þuríður þáverandi
vicelögmanni Benedikt Gröndal; settist hann að á Vatni
í Gullbringusýslu vorið eftir og fór ég þangað með þeim
hjónum. Undi Gröndal þar ekki, enda virtist hann ekki
vera lagaður fyrir sveitabúskap; flutti hann frá Vatni á lít-
ilfjörlega jörð, Bakka hjá Lambastöðum á Seltjarnarnesi,
og þaðan að Nes-»apóteki,« sem þá var svo kallað, og
fékk hann þar hjá Magnúsi Ormsyni lyfsala húsrúm held-
ur litilfjörlegt og nokkurn hluta af jörðinni til afnota.
Benedikt Gröndal var félítill og alls ekki gefinn fyrir bú-
mensku, einkum skorti hann áræði og elju í búskapar
efnum. Næstu tvo vetur var kenslan í skólanum ein-
hverja ögn skárri, en alt annað var eins og fyrri. En
ekki var fræðslan meiri en það, að ker.d var latína, gríska,
Htið eitt í nýja testamentinu og ómerkilegt söguágrip.
8*