Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 60
Yoldialag-ið í Búlandshöfða.
I tímaritinu »Eimreiðin« fyrir ár 1900 s. 52—57
stendur dálítil grein með fyrirsögn: »Nýjungar í jarðfræði
íslands« og er þar sagt, »að móbergið á íslandi sé að
nokkru leyti, eða ef til vill að miklu leyti, fornar jökul-
urðir, nú orðnar að einum steini og talsvert umbreyttar á
ýmsan hátt.
Það sem nú var sagt, hafði í sér fólgna svo mikla
breytingu á skoðunum þeim á jarðfræði Islands, sem
einkum dr. Þorvaldur Thoroddsen, prófessor, hafðihaldið
fram, að það var engin furða þó að hann, svo mjög rit-
andi maður, flýtti sér að mótmæla því, enda gjörði hann
það í greininni »Móbergið á Islandi« (Eimreiðin 1900 s.
161—169 og viðar.1
Það er í rauninni heldur engin íurða, að próf. Þ.
Thoroddsen gjöri sér far um, að koma þeirri skoðun inn
hjá mönnum, að uppgötvun þá, sem um er að ræða,
hafi ekki gjört landi hans, heldur þýzkur jarðfræðingur,
sein hér ferðaðist um fyrir 20 árum. En því er nú
skrambans ver, að þýzkarinn hafði sjálfur, svo að segja,
ekki uppgötvað þessa uppgötvun sína, pað gjörði próf.
Thoroddsen, og varð þó að leggjast djúpt til þess, eins
') ýmsir ritdómar i útlendum tímaritum um ritgjörðina „the
glacial Palagonite-formation of Iceland“ í „The scottish Geograf-
hical Magazine, May 1900.