Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 79
79
að tnjög dró úr honum dug og dáð til vísindalegra starfa,
enda hafði hann eigi djörfung til að leita hjá konungi
þeirrar stöðu, er hann gæti unnið i að sagnarituninni. Skal
jeg nú segja frá atburði þessum.
Torfi sýslumaður dó 1665 og síra Sigurður 1670, svo
sem áður hefur sagt verið. Þormóður fór þá til Islands
1671, til að selja jarðir og ráðstafa erfðafje sinu. En er
því var lokið. fór hann aptur utan um haustið, og komst
til Amsterdam á Hollandi. Þaðan fór hann til Danmerk-
ur, en skipið strandaði við [ótland, og brotnaði, og misti
Þormóður þá eigur sínar mestallar, þær er hann hafði
með sjer. Þá fór hann til Árósa landveg. Þar fjekk
hann sjer skip, og ætlaði til Kallundborgar. En er þeir
voru á leiðinni, brast á stormur mikill. Urðu þeir þi
nauðulega staddir, en náðu loks höfn í Sámsey; höfðu
þeir þá verið matarlausir og drykkjarlausir í tvo daga.
Fengu þeir sér gistingu. Nokkrir íslendingar voru i
ferðinni. Einn þeirra hjet Sigurður Ásgeirsson. Hann
gerði óspektir miklar um nóttina, brauzt inn í herbergi
það, er Þormóður var í við annan mann, og æpti, að nú
gæti hann drepið þá, ef hann vildi; er svo sagt, að hann
hafi tvisvar ráðið á Þormóð, og hótað honum bana; og
veit enginn, að nokkur ástæða hafi verið til, er maðurinn
ljet svo, eða Þormóður hafi nokkuð um valdið. Þor-
móði leiddist órói þessi, og vildi frið hafa og næði, fór
hann þá inn í annað herbergi, og tók korða sinn með^
ætlaði hann að taka á sig náðir þar, og lagði korðan við
sængina, og læsti dyrunum. En eigi fjekk hann að vera
þar í náðum, þvi að Sigurður og nokkrir menn með
honum brutu upp dyrnar og þustu inn í herbergið, en
sá maður hjet Hans Pjetursson Holbeck, er fyrstur rjeðst að
Þormóði, og ætla menn, að það hafi verið húsráðandinn.
Þá varð Þormóður hræddur, og ætlaði, að lífi sínu væri
bein hætta búin Greip hann þá korða sinn, og rak í