Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 158
158
forsetadæminu upp á nýtt, þar sem nú stóð til að ég yrði
í burtu nokkurn tíma. A fundinum vóru ýmsir heiðurs-
félagar t. d. prófessor Rahbek og presturinn Henderson,
og enn fremur etatsráð Thorkelín; lét hann lesa upp
þakklætisbréf til forseta til innfærslu í gjörðabókina. Það
var hans sérstaklegu háttum samkvæmt, en mér var þessi
aðferð ekki að skapi. Var það hald manna, þó undarlegt
kunni að þykja, að hann vildi verða kosinn forseti í
minn stað, en það varð ekki, heldur var próf. F. Magn-
ússon kosinn. Því næst bauð félagið mér í heiðursveizlu
og vóru í henni fjöldamargir félagsmenn.
Meðan ég dvaldi í Reykjavik, var ég oftsinnis í boði
hjá Moltke stiftamtmanni og var eigi nóg með að hann
sýndi mér alúðar kurteisi, heldur lét hann sér mjög ant
um að hjálpa Thorgrímsen Iandfógeta og miðlaði málum
fyrir hann við þjóðbankann. Þetta var afarmikils vertfyr-
ir Thorgrímsen, því í vandræðum sínum hafði hann af
tveimur illum úrkostum valið þann, að bæta upp reikn-
ingshalla sinn við jarðabókarsjóðinn með peningum bankans.
Fyrir rentukammerinu var honum þar með borgið, en
hins vegar átti hann afdrif sin eingöngu undir ályktun
bankans. Varð hún mjög vægileg, svo að Thorgrímsen
hélt embættinu þangað til hann sagði þvi af sér og verð-
ur eigi meira um það talað í þessum stað.
Við ritgerð þá, er Bjarni Arngrímsson prestur hafði
tekið saman og sent landbúnaðarfélaginu, um nytsemi
garðyrkju á Islandi, samdi ég ýtarlegar athugasemdir og
sendi prestinum. Tók hann þær í ritgerðina og var hún
síðar endursend af félaginu og skyldi nefnd dæma um
hana og var ég i þeirri nefnd. Síðan fól félagið mér á
hendur að sjá um að ritgerðin kæmi á prent, og varð
svo, eins og knnnugt er. Það kom og fyrir meðan ég
dvaldi á íslandi, sem tíðindum sætti, að allir yfirréttar-
dómararnir viku úr sæti í máli nokkru, sem konferenzráð