Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 189
189
vandasama og óþægilega eftirlit, sem ég að nokkru leyti
vaið að hafa mað uppköstunum og frágangi þeirra, sem
stundum var ekki vanþörf á, að því er orðfæri snerti og
rétta hugsun.
A fundunum ríkti hin æskilegasta regla og eindrægni
samfara hispursleysi og frjálsleika. Út af þvi, hvernig
skifta ætti niður ferðakostnaðinum varð síðan mikill á-
greiningur milli amtmannanna, þar sem B. Thórarensen
hélt því fast fram, að þessi kostnaður fyrir sjálfan hann
og Blöndal sýslumann ætti að falla á suður- og vestur-
amtið eftir hlutfalli staðlegrar flutningsskyldu, en stiftamt-
maður og ég álitum að kostnaðurinn ætti annaðhvort að
greiðast þannig, að suðuramtið endurgyldi hvoru af hin-
um ömtunum Y3 af ferðakostnaði þeirra, — eða sem var
mitt álit til vara — að hvert amt í þessu tilfelli skyldi greiða
Y3 af öllum kostnaðinum.
Arið 1840 har ekkert markvert við mér til handa,
og að því fráskildu að ég fór embættisferð um Snæfells-
nessýslu var ég heima og fékst ekki við annað en það
sem embættinu við kom. A þessu ári fór Bardenfleth
stiftamtmaður jafn skyndilega sem óvænt til Kaupmanna-
hafnar, og dróu án alls efa til þess konungaskiftin, sem
orðin vóru í Danmörk, og það, að konungur hafði láðið
með sér að skipa Bardenfleth í embætti við hirð krón-
prinsins. Reyndar var svo látið heita að Bardenfleth ætti
að koma aftur og dvelja að eins um veturinn í Kaup-
mannahöfn. Hn þetta hefir að likindum verið látið ber-
ast, til þess að hin hastarlega burtför hans og stutta dvöl
hér á landi kæmi síður flatt upp á menn eða mæltist illa
fyrir. Bardenfleth vildi gjarnan fá mig til að standa fyr-
ir stiftamtmanns-embættinu í fjarveru sinni, að ininsta
kosti skrifaði hann bæði og talaði á þá leið. En af því
að ég auðvitað ekki mundi hafa orðið við tilmælum um
það, þó beinlínis hefðu komið, þá tók J. fohnsen yfir-