Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 102
102
hafa hina meslu umhyggju, þegar þær eru teknar upp,
látnar i umbúðir og sendar, og í stuttu máli verður að
fara sem varúðarsamlegast með þær; því að eins geta
menn dregið ályktanir, sem gagn er í, af vaxtarhætti
þeirra hér á landi. Og sá sem á að draga þessar álykt-
anir verður eigi að eins að vera næmur og glöggsýnn á
fyrirbrigðin í lífi plantnanna, hann verður að þekkja ná-
kvæmlega, verður að hafa kynt sér út í æsar allan vaxt-
arhátt hinna sömu plantna á þeim stað, þar sem maður
veit að þær eiga inn í hringrás náttúruntiar.
En plönturnar eru ekki einar uni þessa sína innri
hringrás. Nýjar rannsóknir hafa sýnt, að nálega allar trjá-
tegundir eru meira eða minna í nánu sambandi við smá-
sjálega (»míkroskópiska«) sveppi eða bakteríur i jörðinni.
Yður er það t. d. öllum kunnugt, að eðliskraftur belg-
ávaxtanna til tð binda köfnunarefni lofsins stafar af samlífi
þeirra við bakteríur; allmörg tré lifa viðlíku samlífi með
sveppum, sem leggjast utan um fínustu rótarendana. En
framkoma bakteria og sveppa i jörðinni fer mikið eftir
þvi, hvernig borið er á jörðina og unnið að henni; þess
vegna er það annað verkefnið, að finna hentuga aðferð til
þess að plantan vaxi óbrigðult og þrífist vel. Vér notum
í skógum vorum margar og mismunandi aðferðir, sem
ég ætla ekki að fara að lýsa hér. Ég ætla að eins að geta
þess, að vér höfum tilraunanna vegna sett upp græðireiti
(Planteskoler); jafnframt höfum vér tilraunanna vegna orð-
ið að planta úti á víðavangi. Tilraunum vorum er als
ekki lokið enn; þær hafa sýnt, að sumar trjátegundir og
sumar aðferðir eru ekki notandi, en þær hafa einnig veitt
tryggingu fyrir þvi, að aðrar tegundir geta áreiðanlega
fengizt til að vaxa hér á landi. Ég ætla ekki að fara hér
út í einstök atriði; frá þeim getur skógfræðiskandídat
Flensborg skýrt yður betur, því það er hann sem þessu
hefir komið í verk. Með því að setja upp græðireiti