Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 130
130
ætlandi væri, að ég öllu öðru fremur mundi óska mér
stöðu, þar sem ég gæti haft meðgjörð með íslenzk máL
Því næst spurði hann, hverra orsaka vegna ég beiddist
þessa. En því varð ég að láta ósvarað, því sannleikann
gat ég ekki sagt án þess að koma upp um þá báða Jensen
og Woldum, en það var þeim mun hættulegra, sem
Wormskjold átti afarmikið undir sér í stjórnarráðinu og
þessutan, þótt réttsýnn maður væri að öðru leyti, var sérstak-
lega vilhallur öllum Jótum, en Jótar vóru þeir báðir, hann
og Woldum. Ég var þá 30 júlí 1814 skipaður fullmekt-
ugur í rentuskrifstofu Islands og Borgundarhólms og hafði
á hendi fiutning mála þeirra, er Island, Færeyjar og Borg-
uudarhólm snertu, en við endurskoðun reikningafékst ég alls
ekki neitt, því ég sá að það verk var að kalla mátti gjörstaðnað
i glundroða og slæpingsskap. Þó smávægilegt sé, þá get ég þó
ekki slept að minnast þess, að þegar skrifstofa þessi var sett á
stofn, þá vóru menn nokkuð ósamþykkirum sjálftnafnið, þvi
þeir vóru fleiri, sem vildu að hún héti rentuskrifstofa Borg-
undarhólms og Islands, (»Bornholmsk-Islandsk Renteskriver
Contoir«)en »geheime« ríkisráð Mösting, sem þá var orðinn.
forseti rentukammersins, hélt því fastlega fram, að því yrði
aðverasnúið við,fyrir þá sök aðísland stæði Borgundarhólmi
framar að fólksfjölda, verzlun, afurðamagni o. fl. Þetta auk
margs annars sýnir bezt, í hvílíku óáliti ísland var þá. Skipun
mín í embætti þetta varð auðvitað til þess að ég komst í nán-
ari kynni við fyrnefndan Moltke greifa, sem var »depútér-
aður« í hinum íslenzku málum, og hefir sú viðkynning
eigi átt alllítinn þátt i þvi, hvernig af skipaðist um æfi mína
eftir þenna tíma. Við Jensen og Woldum samdi mér allvel
að ytra hætti, þó mér í mesta máta mislíkaði meðferð mál-
anna, þar sem Jensen vasaðist með alt í kyrþey eftir hug-
þótta sínum og skrifaði þess í milli sitt hvað, sem var
eintóm vitleysa og augljóslega sýndi, að þó hann samfleytt
síðan 1786 hefði haft íslenzk mál til meðferðar, þá bar