Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 16
16
tilhneigingar og hvatir og breiðir frið og blessun út frá
sjer, og hvernig það að lokum fellur fyrir svikum og
flærð heimsins i kring, sjer allt illt og ógöfugt brjótast
upp úr kyrðinni og hrósa sigri um stund, en heldur þó
áfram að vona betri tíða síðar meir. En þessari likingu
er ekki nákvæmlega haldið, Arþúr hefur enga tnannlega
bresti, og lesandinn verður ekkert hrifinn af honum;
við heyrum að eins um kosti hans og sjáum vizku hans
og gæzku — og við skiljum varla i þvi, að hann að
lokum skuli verða að lúta fyrir því illa er hann hefur
barizt á móti og allur árangur af verkum hans fara for-
görðum. En i gömlu sögunum sem Tennyson sótti
efnið i var allt þetta ljóst og skiljanlegt; þar er Arþúr
vitur og hraustur konungur, en hefur líka mannlega
breiskleika; honum er þar ver við að missa marga hrausta
riddara í orrustu en drottningu sína, og það sem dregur
ógæfuna yfir hann, er það, að hann hefur getið son
með systur sintti, og þessi sonur, Mordred, er sá, sem
að lokum eyðileggur starf hans og særir hann til ólífis.
Tennyson heldur Mordred sem drottinsvikara, og lætur
hann véra systurson Arþúrs, en lætur hann ekki vera
son hans, því Arþúr hans er auðvitað ómögulegt að
drýgja slíkt.
Arþúr Tennyson’s fellur af þvi að tímarnir eru ekki
nógu þroskaðir til að þiggja frið og menning þá er kon-
ungur hefur að flytja, svo vill Tennyson láta skilja kvæðið,
og hann lætur Arþúr gefa það í skyn, að málefni sitt
muni sigra, þegar fram líða stundir og mannkynið er
komið á æðra stig.
Annars fylgir Tennyson að efninu til að mestu leyti
safni því af Arþúrssögnunum er Sir Thomas Malory
(c. 1430—c. 1470) gerði og kallaði einu nafni »Morte
d’Arthur«, og enn fremur hinu fræga valska safni
Mabinogion,