Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 182
182
ingarundirbiiningur hafði gerður verið að því er ísland
snerti, þá skipaði konungur sjálfur til þingsetu af íslands
hálfu Krieger stiftamtmann og Finn JVÍagnússon háskóla-
kennara. En af slíkri fulltrúaskipun væntu menn ekki sér-
legs gagns hvorki hér né þar. Veturinn 1834—35 hafði
ég nokkrum sinnum átt tal við Örsted um þetta mál —
má og vera að aðrir hafi hreyft því — og lét ég í ljósi
við hann, að min ætlun væri sú, að það gæti verið gagn-
legt bæði fyrir land og stjórn, ef amtmönnunum gæfist
kostur á að eiga fund með sér endrum og eins, því þar
með mætti girða fyrir ýmsan ágreining og mikla vafninga,
en þar á móti réði ég frá allri kosningaraðferð eftir dönsk-
um hætti, því hún mundi verða mikils til of kostnaðar-
söm, enda mundu fyrir kosningunutn tæplega verða aðrir
en færustu embættismennirnir á hverjum stað. Ég hef
því nokkrn ástæðu til að ha'da, að fvrnefnt álitsskjal mitt,
að minsta kosti að nokkru leyti, hafi stuðlað að því að
nefnd þessi var skipuð, og eins líka að hinu, að konung-
ur hefir sjálfur til þessa skipað fulltrúa á Hróarskeldu-
þingið..
Þetta nægir nú um aðdragandann að þessari fyrstu sam-
komu í Reykjavik, sem óneitanlega var með vel miklu
höfðingjasniði (aristokratisk) og öðru nær en heppileg, ef
tilgangurinn hefði verið sá, að kotna á einhverju, sem full-
trúaþing gæti heitið. Sem lítinn hlut og skrítinn læt ég
hér til fært, að Bardenfleth amtmaður í suðuratntinu og
settur stiftamtmaður var i júnímánuði skipaður reglulegur
stiftamtmaður, þótt ekki hefði hann gegnr hér lengur etnb-
ætti en 1 x/4 árs, þar sem tveir undanfarar hans í emb-
ættinu fengu ekki fulla veitingu fyr en eftir 2 ár. Það
er ekki ólíklegt að orsökin til útnefningar þessarar hafi með-
fram verið sú, að menn vildu að forsetadæmið í samkom-
unni kæmi eftir viðtekinni siðvenju í hans hlut, svo setn
þess noanns, er æðstur væri i virðinga röð; hafði ég, svo