Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 22
22
Lancelot skilur hjer eptir hinn fræga skjöld sinn, sem
allir myndu hafa þekkt hann af, og lánar skjöld af öðr-
um bræðranna án nokkurs skjaldmerkis. Ríður hann
nú til turnímentsins og vinnur sigur og demantinn, sem
keppt var um. Ber hann útsaumaða ermi Elínar sem
merki á hjálmi sínum, og grunar engan, að þar sje
kominn Lancelot, sem aldrei bar neinnar konu merki,
nema drottningar. Ríður hann svo burt frá turnimentinu,
en er sár mjög, nær til ólífis, — og fær hann vist hjá
einsetumanni er hjúkrar honum. — En við hirðina er hans
saknað og Gawain er sendur að leita hans. Hann kem-
ur til Astolat og þekkir þar skjöldinn, sem Lancelot
hefur skilið eptir, og segir Elínu hver hann sje, og þar
eð hann hyggur hana vera unnustu Lancelots, fyrst hann
hafi borið merki hennar við burtreiðina, afhendir hann
henni sigurlaunin og biður að skila Lancelot. Hi'm fer
nú og leitar Lancelot uppi, og er hann þá að fram kom-
inn. Henni tekst þó að græða hann; fellir hún ást til
hans og kvelst af örvæntingu, þvi að hún heldur, að
hann vilji ekki sinna sjer. En það er að segja af drottn-
ingu, að hún fyllist heipt og sorg, er hún heyrir það
kvisast, að Lancelot muni eiga í ástmálum við Elínu fögru í
Astolat, og heldur nú að hann sje sjer alveg fráhverfur.
En það er öðru nær. Lancelot getur ekki slitið sig frá
ást drottningar, þó hann finni djúpt til þakklætis og
angrist af því, að geta ekki svarað sem skyldi hinni
hreinu og saklausu ást Elinar. Loks fer svo, að Elín
tjáir honum ást sína. Hann verður að hafna henni, þó
honum falli það þungt. Fer hann svo burt, en hún
deyr af harmi. Lancelot kemur nú til hirðarinnar og
hittir drottningu einslega; rjettir hann henni nú kórónuna
með öllum demöntunum, og er hinn siðasti og dýrkeypt-
asti í miðjunni. En drottning er svo reið yfir ástbrigð-
um hans, að hún fleygir kórónunni út um gluggann út