Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 144
144
væri austræna nefndin búin að klykkja út enn. Skrifara-
störf mín við nefnd þessa eyddu fyrir mér miklum tíma
og bökuðu mér nokkurn kostnað, þar sem ég varð að
útvega mér ekki svo lítið af ýmsum bókum um eignir
Danmerkur í Asíu, en gagnið sem ég hafði af því að
eiga daglega aðgengt að meðlimum nefndarinnar, einkum
þeim, sem ég hafði ekki áður þekt (konferenzr. Cold,
Thonning, Holten og Scbaffer borgmeistara, sem kom í
nefndina í stað Klingbergs), — það vóg þar fyllilega upp
á móti. öllum plöggum þessarar austrænu nefndar
skilaði ég í hendur Moltke greifa þegar ég flutti til ís-
lands árið 1821, svo að ekkert af því er nú í mínum
fórum, ekki einu sinni þau uppköst, sem ég samdi sjálf-
ur. I færeysku verzlunarnefndinni var ekkert merkilegt
gert á þessu ári, en að eins i bráðina fengið álit frá
Löbner, er þá var »kommandant« í Færeyjum, en síðar
varð þar amtmaður.
Við Jensen komst ég öðru hverju í orðakast út af
meðferð hans á íslands málunum, einkum fyrirskipun
verðlagsskránna, en því málikostaði hannaf öllu megnikapps
um að koma í kring, (sem og varð með tilskipun 16 júlí
1817) áður en Knuth greifi kæmi aftur frá íslandi, því
Jensen var hræddur um að greifinn mundi hefja mót-
mæli gegn þeirri ráðstöfun og að öðru leyti sporna móti
því að innleiða alveg nýjan gjaldmáta á íslandi. Jensen
var þess utan yfir höfuð mjög gramt í geði út af íslands-
ferð greifans, sem ekki var heldur alveg að orsakalausu,
með því að hann hafði ekki verið til ráða kvaddur um
hana og tilgangur hennar auðsjáanlega lýsti þvi, að menn
höfðu mist traustið á þekkingu Jensens eða dugnaði og
ætluðu nú að setja mann til annarar handar honum, sem
væntanlega ætti að taka við embættinu eftir hann, eins
og fram kom síðar. Knuth var enda fyrir þann tima, er
hann var sendur til íslands (1816) skipaður »kommitt-