Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 171
171
gat ég ímyndað mér að konferenzráð Magnús kynni að
taka það eins og í óvirðingar skyni gert við sig, að ég
skyldi ganga í það mál, þar sem hann sakir aldurs, reynslu,
embættisstöðu og lærdóms hafði svo mikla yfirbuiði fram
yfir mig. Það átti nú samt ekki við, að ég strax beidd-
ist lausnar frá svo sæmdarfullu starfi, en misþóknun
konferenzráðsins gat ekki gert mér neitt til í þeirri stöðu,
sem ég var í. Ég vann því að þessu í nokkur ár þang-
að til ég 1838 bað kansellíið að ieysa mig frá starfinu,
og var mér það veitt með fögrum orðum af kansellí-
inu í bréfi til mín dags. 29. sept. og framhald starfs-
ins falið á hendur embættismannanefnd þeirri, sem
kölluð var saman í Reykjavík með konungsbréfi 2. ágúst
s. á. Skrif mín, þau er lúta að endurskoðun Jónsbókar,
eru enn til í handriti, að svo miklu leyti sem þau eru
ekki komin inn í embætiisleg álitsskjöl. Fyrir þenna
starfa minn hefir kansellíið ekki veitt mér neina þóknun,
enda hef ég ekki álitið við eiga að fara hennar á leit
með umsókn eða á annan hátt Þýðingarmestu laun mín
fyrir ómak þetta var ágætt bréf frá Örsted 1827, sem
ég gat ráðið af, hvernig það var til komið, að mér óvit-
andi og í skyndi var skotið inn i vandamál þetta.
Arin 1827—29 kom ekkert markvert fyrir mig; þó
skal þess geta að ég 12 ág. síðarnefnt ár varð riddari danne-
brogsorðunnar. Að ég eigi fékk sæmd þessa áður, þeg-
ar stiftamtmaður, biskup og stiftprófastur hlntu hana, var
af sérstökum atvikuiu, sem ekki koma við á þessum stað,
en ekki af skorti á virðing og hylli yfirmanna minna í
Kaupmannahöfn.
Arin 1830 — 33 bar og eigi neitt við merkilegt, sem
mig snerti, nema að mér með konungsúrskurði 24. nóv.
1832 var veitt eftirgjöf á bráðabirgðarláni af launum, er
ég hafði fengið sem assessor í yfirréttinum 9 febr. 1821
og vóru það 500 rd. Þessa mikiu ívilnun má ég eins