Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 20
20
Næsta kviðan, »Balin og Balan*, er fjörugt og hrtf-
andi 'kvæði uni tvo bræður, er Arþúr konungur hefur
menntað og gert að góðum riddurum; endar hún rnjög
sorglega, því bræðurnir vega hvor annan i misgripum.
Nú er orðið al-talað um ástir drottningar og Lancelots;
allt það sem illt er í landinu er tarið að kurra gegn
Arþúr, en enn þá er vald hans óhaggað.
I næstu kviðu, »Merlín og Vivien«, dragast netin
saman urn konung og hirð hans. Vitringurinn Merlín,
sem hefur komið Arþúr til ríkis og byggt höfuðborgina
og stutt hann og eflt með viturlegum ráðum, er nú
orðinn fjörgamall, en á því rniður of ungt hjarta. Það
notar hin slæga, álfborna Vivien sjer. Hún er komin
til hirðarinnar frá undirkonungi Arþúrs, svikaranum Mark
i Cornwall, og hræsnar svo fyrir öllum þar, að hún
verður hvers manns hugljúfi. En hið sanna eðli hennar
dylst þó ekki konungi, sem hún reynir að tæla án á-
rangurs. Þá fyllist liún reiði og til að heína sín reynir
hún nú list sina á vitrasta manninum innan hirðar, sjálf-
um Merlin. Hann fer með hana í fyrstunni sem óþekt
eptirlætisbarn, en þegar hún fer að leita ásta hans þykir
honum undir niðri vænt um, að hún skuli taka sig,
gamlan fauskinn, fram yfir alla ungu riddarana. Þó sjer
hann að hjer muni eitthvað flátt búa undir og bægir
henni því frá sjer. En þau eru orðin of kunnug, og
þótt Merlín viti sjer glötun búna, ef hann þýðist hana,
getur hann þó ekki varizt því, að elska hana, og er
honum verður það ljóst flýr hann á laun frá hirðinni út
í eyðiskóg. Hún eltir hann, og vill hann í fyrstu hvorki
heyra hana nje sjá, en hún verður því ástríkari og loks
lætur hann undan. — Hún ginnir hann að Iokum til að
kenna sjer galdur, á þá leið, að sá sem honum er beitt
við verði ósýnilegur öllum öðrum en þeim sem galdraði
hann, og standi hreifingarlaus um alla eilifð eins og