Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 48
48
í hallarsali er sjaldgæft og kann að vera fagurt, ef svo
er á litið, en að feta sig upp frá villunni til sannleikans,
það er ennþá sjaldgæfara og ennþá fegurra. I fyrri upp-
göngunni hafa menn við hvert fótmál áunnið eitthvað,
aukið vald sitt og velmegun, en i hinni siðari verða menn
með þvi að leggja hið tímanlega í sölurnar að kaupa sin
andlegu uppstig, og sé það satt, að Joakim Murat hafi
með nokkrum sjálfsmetnaði getað lagt vagnkarlssvipuna
hjá konungsveldissprotanum og sagt: »Með henni byrjaði
ég,« þá getur maður með enn meiri gleði bent á konungs-
hollustu orðin, sem maður skráði á bernsku og æskuár-
unum, og lagt þau við hliðina á hinurn lýðfrjálslegu skáld-
mælum og ritverkum, sem maður hefir gert á manndóms
árunum. Og ef til vill er þessi sjálfsmetnaður á enn gild'
ari rökum bygður, þegar maður við efsta fótmál á ljóss-
ins vegi hefir orðið að sæta útlegðar dómi og getur dag-
sett formála þenna í byrjun sjálfrar útlegðarinnar.«
Að ímyndunar auðlegð, eldhug og afli er
Y. Hugo flestum skáldum fremri. Hann var ofsamaður
i skapi, jafnákafur í ást og hatri. Mjög fann hann til
sjálfs sín og í hans augum var köllunin til að vera skáld
hin æðsta köllun; hið sanna skáld kveðttr eftir hans
skoðun af spámannlegri andagift og guðlegum innblæstri.
I sannfæringu sinni um hið sanna og rétta var hann
óbifandi, og af sannfæringu og heitum tilfinningum hjarta
síns lét hann jafnan stjórnast alla æfi. Skáldskapur hans
er og aðallega tilfinninga skáldskapur (»lýriskur«) og ekki
er því að leyna, að alloft er hann taumlaus og reglulaus
og víða kennir í honum ofspennings og íburðar og
meira mælskubragðs en við á í sönnum skálskap, en
livað sem er um þá galla eða aðra, þá er það víst að
yfirburðirnir eru hinsvegar svo miklir, að V. Hugo mun
jafnan talinn verða meðal hinna fremstu skálda heimsins.
í skáldskap hans er ótæmandi fegurðar auður og það sem