Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 114
114
frá beim tíma man ég fyrst til mín i uppvextinum. Fað-
ir minn var, eftir þvi sem gera er hér a lantli, allvei hag-
ur á tré og járn og aðrar smíðar. Mér fanst líka sjálfum
barnæsku, að til slikrar vinnu væri ég best iaginn, en
síður til lesturs og utanbókar náms, en móðir mín mat
þetta siðara mest eftir þeirra tíma náms aðferð. Hún kendi
mér kristindóminn eftir kveri Pontópídans, barnalærdóms-
bókinni langorðu, sem þá tíðkaðist. Mér var alveg ómögulegt
að læra Ponta alveg orðrétt utanbókar, því annaðhvort
gieymdiégeinhverjueða bætti einhverju inn í frá eigin brjósti,
sem bæði móður minni og prestinum likaði stóriila, því í þá
daga var við kensluna miklu meiri tíma varið til að skerpa
minni unglinganna en ti! hins, að laga og þroska skiln-
inginn.
Að þvi er mig minnir, andaðist faðir minn þegar ég
var á ii eða 12 ári. Tveimur árum áður hafðimérver-
ið komið fvrir hjá síra Jóni Jónssyni prófasti í Vestur-
Skaftafellssýslu og presti að Mýrum i Alftaveri; var hann
kvæntur Helgu Steingrímsdóttur, föðursystur minni og átti
ég hjá honum að fá tiisögn í skrift og latinu. Meðan
ég var á téou heimili, þjáðist ég mjög af heimþrá og gekk
mér afartregt að læra grammatíkina utanbókar. En hvað
sem því líður, þá var farið með mig i öllu eins og í for-
eldra húsum og prófasturinn var, eftir þvi sem þá gerðist,
ágætur kennari og sagði hann til fleiri piltum auk sona
sinna.
Eftir að faðir minn var dáinn og ég var fermdur,
var farið að hugsa um framtíð mina. Föðurarfur minn
varð ekki meira en 47 rd 15 sk. og móðir min var ekki
svo efnum búin að hún gæti kostað skólagöngu mína.
Mun hún þá hafa farið að ráðum sóknarprests síns, síra
Markúsar Sigurðssonar, sem var tengdasonur Jóns pró-
fasts Steingrimssonar, föðurbróður míns, og réð húnafað
skrifa frændstúlku sinni i föðurætt, Þuríði Ólafsdóttur (syst-